12.9.2007 | 10:04
Salamonsdómur?
Heh.
Svona fer fyrir þeim sem storka almættinu. Guðdómurinn grípur inn í og snýr á mammon. Eða hvað? Kannski bara fúlir Vodafonmenn sem lágu yfir snilld Símans og fundu gloppuna. Eða bæði. Hmm.
Ég veit ekki hvort er fyndnara, auglýsingin sjálf eða þetta skemmtilega klúður. Segja má að auglýsingin lifi jú enn lengur fyrir vikið - en það er ekki til að hefja upp ímynd Símans, heldur keppinautarins. Það er Salomonsdómur.
Ég verð að viðurkenna að ég er í hópi þeirra sem varð svolítið um þessa auglýsingu. Enda tepra. Mér finnst eitthvað ódýrt að nota almættið til að auglýsa vörur eða þjónustu. Samt hefði mér þótt brjálæðislega fyndið ef undir auglýsingunni hefði verið spilað lagið góða sem maður söng í sunnudagskólanum hér í den; "Símstöðin er opin og línan lögð nú er ..."
Merki Vodafone sást í Símaauglýsingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2007 | 11:56
Nú falla öll vötn til Hafnarfjarðar ...
Afbragðs úttekt á þessu undarlega máli í Morgunblaðinu. Greinin er vel unnin og ansi ítarleg. Þeir sem ekki hafa tíma ættu allavega að lesa niðurstöðukaflann.
Þvílíkt klúður.
Sturla mælti fyrir um samráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2007 | 21:22
Getur ekki verið
Sting upp á að mannabarnaúrtakið verði endurskoðað - færa sig ofar í aldursstigann. Ég er viss um að niðurstöðurnar myndu breytast.
Annars er fyrirsögnin snilld.
Rétt er að benda á að þetta er aðeins vísbending ... ekki endanlegar niðurstöður.
Vísbending um að menn séu gáfaðri en apar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2007 | 14:38
Enginn þrýstingur
Alfesca vill skrá hlutafé í evrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2007 | 00:17
Fánýtur fótbolti?
Fótbolti er nokkuð sem ég hef ekkert vit á og ennþá minni áhuga á. Ég er hins vegar kurteis og segi þess vegna til hamingju Fjölnir.
Ég bý í vesturbænum og það er þegnskylda hér að halda með KR. Ég læt það nú vera samt. Gæti samt verið að maður tæki upp á því nú svona á síðustu og verstu þar sem illa lítur út fyrir KR og ég er frekar aumingjagóð að upplagi. Mér finnst það samt ólíklegt. Það kveður svo rammt að áhugaleysi mínu um fótbolta að einn ástríðufullur fótboltadýrkandi sagði ég væri "waste of space" úr því að ég styddi ekki liðið. Það finnst mér brjálæðislega fyndið. Einhver sagði líka við mig að fótbolti vær list. Ég er reyndar listunnandi og reikna með að þetta sé þá einhver list-kimi sem ekki nær til mín.
Hins vegar er klárt mál að fótbolti skiptir máli. Ég hef lengi reynt að átta mig á því vers vegna í ósköpunum getur fótbolti skipt máli? Ég las grein í Aftonbladet um málið (http://www.aftonbladet.se/kultur/article684101.ab). Fótbolti skiptir máli vegna þess að nú er það þannig að þar sem fótbolti er eru þeir sem hafa áhrif. Þeir sem eiga peninga sitja í VIP sætum og hafa (eða þykjast hafa) áhuga á íþróttinni (en ekki bara peningunum) ásamt öðrum sem vilja hafa áhrif, t.d. pólitísk áhrif. Það sem þó mestu máli skiptir er þó kannski það að þá er þetta bara spurning um afslöppun. Maður er stöðugt undir árásum lífsgæðakapphlaupsins og sjálfsagt er nokkuð ljúft að ná andanum yfir einhverju "fánýti" eins og fótbolta. Maður getur auðvitað skellt sér í Þjóleikhúsið, það er jú list, en boltaleikur í beinni krefst minna. Og nógar eru jú kröfurnar segir greinahöfundur. Ef maður hefur mikinn áhuga á fótbolta liggur maður í leiknum - aðrir minna áhugasamir geta bara verið áhyggjulaust spenntir og glaðir, fagnað mörkum, verið brjálaðir eða glaðir eftir leikin. Allt eftir hverjum og einum. Lífið er einhvern veginn þannig að nú þegar maður hefur hvorki tíma né andlega orku til að lesa almennilega bók, ja eða bara almennilegs kynlífs er fótboltaleikur ágætis staðgengill. Ást, hatur, ástríða og spenna - allt í einum pakka beint heim í sófa. Nítíu mínútur til að lifa hér og nú. Maður getur kannski ekki beðið um meira.
Ég ætla nú samt að gera það og held mig við önnur áhugamál og listir.
Lífið er saltfiskur
Fjölnir úr 1. deild í bikarúrslitin gegn FH | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2007 | 23:32
Þú VERÐUR að sjá þetta
Þetta myndskeið er algerlega ótrúlegt ... mann setur hljóðan. Þvílík örlög.
http://wwwc.aftonbladet.se/atv2/popup.html?id=categories/Nyheter/0707/4638
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2007 | 23:27
Súru berin
Stuðningur við ríkisstjórnina dalar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2007 | 14:14
Ekki fara á límingunum yfir þessu
36 mín er nú bara ansi gott. Velti fyrir mér samanburðartölum úr öðrum höfuðborgum - jafnvel bara litlum bæjum erlendis af svipaðri stærð. Held að við séum í góðum málum.
Það er vissulega leiðinlegt að hanga í röð. En takið bara léttar öndunar- og slökunaræfingar á meðan.
36 mínútur á dag í ferðir til og frá vinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 19:47
Gamli góði Villi
Þetta er nú fallegt. Við hér við Ægissíðuna fáum væntanlega góða granna og Vilhjálmur er laus við ósómann úr Breiðholtinu.
Ég hugsa nú að Háspennumenn hafi haft betri þekkingu á markaðnum en borgaryfirvöld virðast hafa og hafi ekki verið rosa spenntir við opnun tilboða í lóðina.
Annað skemmtilegt í stjórnartíð gamla góða Villa er auðvitað blessaður bjórkælirinn við Austurvöll. En batnandi mönnum er best að lifa - nú er honum slétt sama blessuðum borgarstjóranum.
Það hljóta fleiri en ég vera farnir að setja spurningarmerki við stjórnunarstíl Vilhjálms.
Háspenna hagnast á lóðasölu við Starhaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.8.2007 | 09:59
Hvað myndi Sturla gera
ef svona slagsmál brytust út í þingsalnum við Austurvöll?
Menn hafa nú haldið sig við orðræðu í stað slagsmála, þó stappað hafi nærri þegar Guðjón Arnar rakst eitthvað utan í Sigurð Kára í fyrra. Á Íslandi hafa menn bara slegist vel og rækilega fyrir utan þingsali. Ég á einmitt einhverstaðar skemmtilega frétt frá 1930 þar sem slagsmálum við þinghúsið er lýst í Alþýðublaðinu, þar sem blaðamanni skrifast svo að "verkmennirnir hafi veitt íhaldsdrengjunum mátulega ráðningu". Þarf að grafa þetta upp.
Slagsmál á þingi Bólivíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)