Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2008

Kjánlegur útvarpsmađur

Ég hlustađi áđan á Kristínu Sigurđardóttur útvarpsmann á RÚV taka viđtal viđ nýjan forstjóra Landspítala - Huldu Gunnlaugsdóttur.

Áherslur fréttamannsins voru sérstakar. Hér kemur öflugur stjórnandi ađ erfiđu verkefni og ţađ sem frettamanninum dettur helst í hug ađ rćđa er annars vegar grunnmenntun forstjórans og hins vegar einkavćđing. Hvorugt er áhugavert á ţessum tímapunkti.

Auk ţess ađ vera ber ađ öđrum eins hallćrisgangi og ćtla ađ grunnmenntun Huldu sé henni á einhvern hátt fjötur um fót vissi fréttamađurinn augljóslega lítiđ um spítalann. Hún spurđi t.d. hvort ekki vćri sérstakt ađ hjúkrunarfrćđingur tćki viđ forstjórastarfinu ţegar lćknar hefđu gengt ţví ađ undanförnu. Fyrir utan kjánahrollinn sem svona spurning hlýtur ađ valda manni, hefđi Kristín átt ađ vita ađ síđasti forstjóri Landspítala (í 9 ár) var Magnús Pétursson hagfrćđingur. Magnús stýrđi spítalanum allt frá sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur (sem Jóhannes Pálmason lögfrćđingur var forstjóri fyrir) og Landspítala (sem Vigdís Magnúsdóttir, hjúkrunarfrćđingur stýrđi). Ţetta má bara googla.

Einkavćđing er vafalaust nýjum forstjóra fjarri í huga ţó hugsanlega komi ţađ einhverntíma upp á borđ. Starfsmenn spítalans og ađrir sem eitthvađ hafa af stofnuninni ađ segja hefđu vaflaust haft meiri áhuga á hvort nýr forstjóri stefndi á einhverjar meiriháttar breytingar eđa hverjar áherslur hennar verđa.

 


Nýr yfirmađur

Ţađ er óhćtt ađ segja margra mánađa óvissu og spennu hafi veriđ aflétt međ tilkynningu ráđherra á vali nýs forstjóra hjá okkur Landspítala-fólki. Hér hefur mikiđ veriđ skrafađ og skeggrćtt um embćttiđ síđan Magnús Pétursson var látinn taka hatt sinn og staf.

Satt ađ segja var mađur nú orđin vel óţreyjufullur eftir ađ heyra niđurstöđu ráđherra, enda átti forstjórinn ađ hefja störf 1. september. Nú var val Huldu sumsé kynnt starfsmönnum hér í Fossvoginum kl. 12 og ţađ var ánćgjulegt ađ starfsmenn voru fyrstir til ađ fá fréttirnar stađfestar. Huldu var mjög vel tekiđ, vćgast sagt, langt og mikiđ lófatak sem vonandi er upptaktur ađ góđu samstarfi forstjóra, starfsfólks og ráđherra.

Ţađ veitir ekki af.


mbl.is Nýr forstjóri LSH til starfa 10. október
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvort viltu hund eđa hund ...

Fyrsti skóladagur Filippíu dóttur minnar rann loksins loksins loksins upp í dag. Aldrei ţessu vant var litla svefnpurkan fljót á fćtur og mćtt í hafragrautinn áđur en mađur náđi ađ snara honum á borđiđ. Viđ vorum ađeins búnar ađ rćđa mikilvćgi skólagöngunnar og lćrdóms um daginn. Ég spurđi hana hvort hún teldi mikilvćgara ađ lćra ađ reikna eđa lesa. Hún horfđi bara á mig međ nettum hneykslunarsvip og sagđi; mamma, ţetta er eins og ađ spyrja mig hvort ég vilji hund eđa hund!

Viđ gengum í skólann. Ég sagđi ađ ţađ vćri nú sniđugt ađ ćfa sig í umferđarreglunum. Filippía taldi sig ekki ţurfa ţess. Hún vćri búin ađ lćra ţćr og búin ađ líma ţćr í heilann. "Ha" sagđi ég. "Já", svarađi sú stutta "ef ég lćri eitthvađ ţá bara límist ţađ í heilann og dettur ekkert af".

Ég leyfi mér, svona í upphafi skólagöngunnar, ađ vonast til ađ ţetta lím endist.


London - Baglioni

Tilgangur: skemmtiferđ

Ferđafélagar: maki

Árstíđ: vor

Hotel Baglioni London er eitt fárra Baglioni hótela utan Ítalíu, ţar sem keđjan rekur nokkur hótel. Ţetta hótel er ágćtlega stađsett, viđ Hyde Park og rétt hjá Royal Albert Hall.

Hér er um ađ rćđa boutique-hótel, međ svolítiđ ensku ívafi, t.d. "butler-service" sem viđ nýttum okkur nú raunar ekki. Ţetta er ekki stórt hótel en notalegt.

Sameiginleg rými: Anddyriđ er lítiđ en mikiđ lagt í hönnun og ţjónustan í móttökunni er afar fagleg. Viđ hliđina eđa í raun í rými inn af móttökunni er ansi flottur bar og afbragđs veitingastađur. Ţar er morgunmaturinn borinn fram. Önnur rými eru í raun bara gangar sem eru miklir ranghalar eins og búast má viđ í húsi af ţessari tegund.

Herbergi: viđ gistum í junior-suite sem er rúmgóđ og falleg. Herbergiđ snéri ađ Hyde-Park og ţannig má kannski segja ađ útsýni hafi veriđ yfir garđinn en ţađ var nú reyndar ekki, ţar sem tréin eru svo svakalega há og byrgđu sýn, jafnvel ţó viđ vćrum á 5 hćđ. Stórt og flott rúm, sófasett, arinn og auđvitađ sjónvarp - allt af góđum gćđum og sćmandi fimm stjörnu hóteli. Svart parket á gólfum og bólstrađir veggir. Sérstaklega var bađherbergiđ flott, ţó ţađ vćri ekki stórt - t.d. vaskar úr kopar. Ađall ţessa hótels er´ţó sennilega kvöldţjónustan; vatn á náttborđi, kertaljós, tónlist og falleg nćturlýsing.

Morgunmaturinn er alveg ágćtur en fremur dýr. Veitingastađurinn er afbragđ og óhćtt ađ mćla međ honum.

Annađ sniđugt sem ţetta hótel býđur upp á er afnot af ítölskum (nema hvađ) sportbíl, Mazerati. Viđ nýttum okkur ţađ ekki, en gćti veriđ gaman.

Niđurstađa; flott hótel, lítiđ og notalegt. Heldur dýrt. M.a.s. fyrir fall krónunar!


Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Fćrsluflokkar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband