Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Súru berin

Man einhver sambærilega fyrirsögn eftir fylgiskannanir við fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar?  Eru berin eitthvað súr, Styrmir? Stuð á Þórðargleði?
mbl.is Stuðningur við ríkisstjórnina dalar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki fara á límingunum yfir þessu

36 mín er nú bara ansi gott. Velti fyrir mér samanburðartölum úr öðrum höfuðborgum - jafnvel bara litlum bæjum erlendis af svipaðri stærð. Held að við séum í góðum málum.

 Það er vissulega leiðinlegt að hanga í röð. En takið bara léttar öndunar- og slökunaræfingar á meðan.


mbl.is 36 mínútur á dag í ferðir til og frá vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamli góði Villi

Þetta er nú fallegt. Við hér við Ægissíðuna fáum væntanlega góða granna og Vilhjálmur er laus við ósómann úr Breiðholtinu.

Ég hugsa nú að Háspennumenn hafi haft betri þekkingu á markaðnum en borgaryfirvöld virðast hafa og hafi ekki verið rosa spenntir við opnun tilboða í lóðina.

Annað skemmtilegt í stjórnartíð gamla góða Villa er auðvitað blessaður bjórkælirinn við Austurvöll. En batnandi mönnum er best að lifa - nú er honum slétt sama blessuðum borgarstjóranum.

Það hljóta fleiri en ég vera farnir að setja spurningarmerki við stjórnunarstíl Vilhjálms.


mbl.is Háspenna hagnast á lóðasölu við Starhaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað myndi Sturla gera

ef svona slagsmál brytust út í þingsalnum við Austurvöll?

Menn hafa nú haldið sig við orðræðu í stað slagsmála, þó stappað hafi nærri þegar Guðjón Arnar rakst eitthvað utan í Sigurð Kára í fyrra. Á Íslandi hafa menn bara slegist vel og rækilega fyrir utan þingsali. Ég á einmitt einhverstaðar skemmtilega frétt frá 1930 þar sem slagsmálum við þinghúsið er lýst í Alþýðublaðinu, þar sem blaðamanni skrifast svo að "verkmennirnir hafi veitt íhaldsdrengjunum mátulega ráðningu". Þarf að grafa þetta upp.


mbl.is Slagsmál á þingi Bólivíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í kirkjugarðinum

Ég átti erindi í kirkjugarðinn í Fossvogi. Þetta er friðsæll reitur og gott að syrgja þar.

Í sumar hafa greinilega verið áberandi natnir umsjónarmenn. Öll leiði voru óvenju vel hirt af hálfu rekstraraðilanna, leiðissteinar hreinsaðir og beð löguð. Þetta ber að þakka.

Það var reyndar svolitið skrítið að þarna í friðsældinni voru á vappi nokkur ungmenni í því sem mér virtist vera ratleikur eða eitthvað slíkt. Voru að leita að leiðum frá einhverjum ákveðnum tíma. Þetta var greinilega gaman en köll og hróp krakkanna fóru ekki vel með líkfylgd og greftrun sem þarna var á sama tíma.

Allt hefur sinn tíma. Það er tími til að gleðjast en líka til að syrgja.


Fljúgðu

20. ágúst og hugurinn reikar. Fljúgðu - ég sé þig síðar.

Aldeilis ljómandi

Við erum auðvitað stödd í Hólminum.  Ég blogga því frá Fiskeskuretange í dag. Hér er mikil hátíðarstemming - margmenni en allt í góðum gír.

Dejligt!


mbl.is Danskir dagar í Stykkishólmi í góðum gír
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næturbrölt á mér

Ég heyrði í þyrlunni taka af stað í nótt. Hljóðbært hér í vesturbænum. Hafandi unnið á gjörgæslu þá fæ ég alltaf smá sting í magan þegar ég heyri í þyrlu. Sem betur fer mun konan ekki mikið slösuð skv. fréttum útvarps og enn er maður minntur mikilvægi góðrar þjónustu landhelgisgæslunnar og heilbrigðisstofnanna.

Annars hefur þessi stingur minnkað aðeins undanfarið eftir að maður verður meira var við upptekna bisnessmenn eða auðmenn í lystitúr á þyrlunni sinni. Það er betra að vita af þeim í loftinu en stórslösuðu fólki.

Í sumar var ég í kyrðinni í Flatey. Veðrið var dásamlegt. Einn dýrðarinnar eftirmiðdag byrjar eitthver leiðinda hávaði og það tók mig smá tíma að átta mig á að þarna væri þyrla á ferð. Var ekki TF-Orri, þ.e. Ólafur í Samskipum, mættur til að fá sér eitthvað í gogginn á Hótel Flatey. Svo flaug hann víst að búðum til að fá sér kaffi. Svona getur nú fólk verið sérviturt þegar kemur að kaffi.

Ég hugsaði nú aðeins um þetta. Af hverju fannst mér þetta ekki "viðeigandi". Er maður kannski bara öfundsjúkur plebbi?

Held ekki. Þetta minnir mig smá á hann Willy í Húsinu á sléttunni. Einu sinni var Laura (þið munið, Laura Ingalls!) að leika sér heima hjá honum og skoðaði flotta dóttið hans og sagði "nei sko, Örkin hans Nóa!". Þá varð Willy fúll og sagði "nei þetta er örkin mín!!" Smá svona Willy-fílingur í þessu TF-Orra dæmi.

Mér dettur í hug að Ólafur gæti bara skírt þyrluna upp á nýtt. Gæti heitið "Liggalá" eða "na-na-na-bu-bu"

 

ps. Fékk viðeigandi athugasemd frá lesanda hér að neðan. Ég bið hlutaðeigendur afsökunar ef þeim hefur mislíkað við mig það var svo sannarlega ekki meiningin.  Eiginlega var tilgangurinn að benda á breytingarnar. En takk Guðni.


mbl.is Útkall hjá Landhelgisgæslunni í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðurinn úti

Þá er sælutíð í Flatey lokið þetta árið. Að vanda vorum við mæðgur lengi í eyjunni og gerðum ekkert nema njóta lífsins. Auður vinkona mín kom við hjá okkur með alla sína drengi og þau spurðu hvað við gerðum eiginlega í Flatey. Ég gat nú ekki alveg svarað því. Byggðum reyndar glæsilegan kofa úr vörubrettum, fundum villt kúmen, fylgdumst með fuglum og tókum á móti gestum. Reglulega skilaði Baldur svo í land Jóni, okkur til mikillar ánægju og honum til vel-til-unninnar afslöppunar.

Hótel Flatey er alveg að gera sig. Umhverfið er auðvitað frábært, gæði enduruppbyggingar húsanna í sérflokki og þjónustan (með ákveðnum undantekningum reyndar) í hinum afslappaða ljúfa Flateyjar-anda. Svo er það nú maturinn ... alveg frábær. Einstakur. Eitt kvöldið voru gestakokkar - þeir Kalli kafari í Vertshúsi og Rúnar Marvinsson. Það var þaraveisla. Og þá erum við sko að tala um veislu! Þarna prófuðum við matreiðslu úr allskyns þara ... t.d. þarasúpu og þarapönnukökur með þarasultu. Þarinn var auðvitað allur úr Breiðafirðinum og það sem ekki náðist á fjöru kafaði Kalli eftir. Þetta var algjörlega einstakt.

En svo kom nú verslunarmannahelgin. Í land kom Baltasar Kormákur við sjötuguasta mann, fjórhjól í fleirtölu og annað eftir því. Það munu standa yfir tökur á einhverri mynd í mánuð eða svo. Tökur fara fram innan um brjálaðar kríur sem eru ekki fíla nærveru tökuliðsins, sem reyndar má þekkja af bláum hjálmum sem verja á fólkið fyrir ágangi kríunnar. Þetta er ábúendum og öðrum Flateyingum til mikillar skemmtunar. Krían er hins vegar í fullum rétti, enda með ófleyga unga og agresiv eftir því. En úr því að svo var komið var eins gott að kom sér hversdagsgargið hér í borginni.


Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband