Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Fyrirséð niðurstaða

Bjóst einhver við öðru en að Vilhjálmur sæti áfram? Svona í alvöru?

Hann segist vinna í þágu flokksins og borgarinnar. Það er eitthvað svo holur hljómur í því hjá honum. Vilhjálmur hefur fram að þessu - í þessu moldviðri - ekki haft þá hagsmuni að leiðarljósi. Af hverju ætti það að hafa breyst? Sumir segja að ástæaða þessarar niðurstöðu sé sú að ekki sé samstaða um annað í borgarstjórnarflokknum. Það má vel vera, en ég held að það sé tilviljun.

En ég fagna þessari niðurstöðu - aftur. Þetta er óskaniðurstaða þeirra sem vilja Sjálfstæðisflokkinn aftur úr borgarstjórn.


mbl.is „Hef hvorki brotnað né bognað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjasta nýtt!

Ég er áhugamanneskja um hótel. Þegar ég ferðast legg ég mikið upp úr því að hótel sem ég gisti á séu góð, vel staðsett og henti tilgangi ferðarinnar og ferðafélögum. Fátt finnst mér skemmtilegrea en að takast vel upp í vali hótels. Ég les alltaf vandlega ferðabæklinga fyrirtækja í ferðaiðnaði hér á landi og finnst þeir alltaf jafnlélegir. Hins vegar fylgist ég með hótelrýni á ýmsum stöðum í netheimum og það er auðvitað mis gott. Ég á nú ekki mörg áhugamál, en þetta kemst sennilega næst því - að spá og spekúlera í hótelum. Ég hef líka haldið saman punktum um hótel sem ég hef gist á síðustu ár og þau eru þó nokkur.

Ég hef því ákveðið að hafa hótel-rýni hér á síðunni - hér efst hægra megin - og vona að einhver geti nýtt sér.


Frábærar fréttir!

Ef rétt er segi ég nú bara kærar þakkir Vilhjálmur! Augljós stórsigur Samfylkingar í Reykjavík að nokkrum misserum liðnum. Olé!


mbl.is Vilhjálmur ætlar að sitja áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LSH vs Kaupþing

Nú veit ég svo sem ekki hversu sanngjarnt er að deila rekstrarkostnaði niður á starfsmenn. En ef við gefum okkur að það segi manni eitthvað þá er skemmtilegt að bera saman þær tölur milli Landspítala-Háskólasjúrahúss og Kaupþings. Reyndar eru tölur fyrir árið 2007 ekki tilbúnar fyrir LSH, en ef við berum saman árin 2006 hjá LSH (á verðlagi ársins 2007) og árið 2007 hjá Kaupþing þá er þetta niðurstaðan;

 LSH Kaupþing
20062007
Fjöldi starfsmanna3.8653.019
Rekstrarkostnaður31.697.155.00076.380.700.000
Rekstrark. pr. starfsmann8.201.07525.300.000

Inn í rekstrartölum spítalans er allur rekstrarkostnaður, þ.e. laun, lyf og tækjabúnaður. Laun eru u.þ.b. 70% af rekstrarkostnaði LSH. Þess má einnig geta að rekstrarkostnaður spítalans jókst um 1,8% á milli áranna 2005 og 2006. Rekstrarkostnaður Kaupþings mun hafa aukist um 30% milli áranna 2006 og 2007.

Okei, þetta eru auðvitað epli og appelsínur og allt það. En allt í sömu ávaxtakörfunni, eða hvað?


mbl.is Rekstrarkostnaður: Helmingur af fjárlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lofaður sé Allah

Eldri dóttirin á vinkonu hvers foreldrar eru frá Pakistan. Þau hafa búið hér í um 10 ár held ég. Í gær fékk hún að fara með vinkonunni í moskuna. Fór í "sunnudagaskólann" þeirra. Yfir sunnudagsmatnum sagði hún okkur foreldrunum frá því sem hún lærði. Henni var gríðarlega létt þegar henni vitnaðist að Allah er í raun og veru sami guð og hennar Guð. Hún var svo fegin, því úr því þetta er sami guðinn þá er öruggt að þær vinkonurnar hittast á himnum þegar sá tími kemur og getað leikið í eilífðinni saman. Smile

og ekki einu sinni "skammist ykkar"

Mikið er nú gott að vera ekki í ríkisstjórn. Ekki misskilja mig, ég er afar ánægð með ríkisstjórnina. En ég vildi ekki vera í henni. Það virðist nokkurn vegin vera sama hvert útspil hennar er, alltaf skal mannskapurinn skammast. Þegar ríkisstjórnin brást við niðurskurði í aflaheimildum með margra milljarðra inngjöf víða um landið var það annað hvort of lítið eða vitlausar áherslur en helst bæði. Núna kemur 20 milljarða útspil (sem btw eru skattpeningarnir okkar) í tengslum við kjarasamninga. Ég ætla nú svo sem ekki að biðja menn að falla fram í lotningu yfir því, en meðan aðilar á vinnumarkaði eru lofaðir í hástert segir enginn svo mikið sem "skammist ykkar" við ríkisstjórnina.

Mér finnast þessir samningar skrambi góðir - og það er öllum aðilum þeirra að þakka.


mbl.is 20 milljarðar í aðgerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill einhver skera manninn úr snörunni

Þetta er orðið svo svakalega átakanlegt. Fer bara að jaðra við mannlegan harmleik. Vilhjálmur er greinilega algerlega rúinn trausti og það sem verra er - vináttu - félaga sinna í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Þau hafa ekki einu sinni mannúð í sér til að skera hann úr snörunni og veita honum einhverja líknandi meðferð. Nei, þau láta hann dingla og verða að enn frekari athlægi.
mbl.is Forstjóri OR álitsgjafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hilary á flugi

Yes!

Ég verð sumsé kátust ef Hilary vinnur forvalið. Mér sýnast þau Barack (af hverju er eftirnafn Obama notað en ekki Clinton?) bæði vera spennandi kostur og þá ekki einungis fyrir að vera demókratar sem mér auðvitað hugnast snöggtum betur en repúblikanar, heldur er auðvitað alveg frábært að þau eru bæði fulltrúar nýrra tíma. Það er sumsé ekki lengur mikilvægast fyrir forseta Bandaríkjanna að vera hvítur miðaldra karlmaður. Þetta skiptir heilmiklu máli, ekki nokkur spurning. Fyrir mig, þó ég sé nú bara húsmóðir í vesturbænum, skiptir auðvitað mestu máli fyrir hvað framboð þeirra standa. Að því gefnu að þau séu bæði frábærlega frambærileg (þetta þarf maður að taka fram af því að maður er á Íslandi) getur maður myndað sér afstöðu á grunni þess sem aðskilur þau. Og af því að ég get betur samsamað mig Hilary, þá lýsi ég algerlega óforskammað yfir stuðningi mínum við hana. Af því að hún er kona.

Nananabúbú.

Það má þó velta fyrir sér áhrifum þess ef Hilary verður frambjóðandi Demókrata. Repúblikanarnir eru auðvitað í góðri æfingu við að berja á henni, enda gert það frá því að bóndi hennar var forseti. Þeir þurfa bara að dusta rykið af fallbyssunum. Hins vegar er Barack ungur og svona frekar óflekaður pólitískt. Þeir hafa sennilega lítið á hann. Þó reiknar maður með að þeir nái að grafa eitthvað upp, það er eitthvað lík í einhverjum skáp hjá öllum. Ég myndi allavega treysta mér til að finna eitthvað óhreint á hvern sem er, fengi ég drjúga sjóði til að spila úr. Þá er maður eiginlega komin aftur að Hilary - hún er þrælvön að taka við ágjöf og verður varla í erfiðleikum með það núna.

Svo áfram Hilary!


mbl.is Clinton vann sæta sigra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morð á Hótel Búðum

50f3d5ec5bd65a

 Við hjónakornin fórum á hótel Búðir um helgina á morðgátu. Þessu mæli ég með gott fólk! Við vorum (að vanda) sein á svæðið. Að ganga inn í matsalinn fyrra kvöldið var frábært. Allra augu á manni. "Eru þetta morðingjarnir" skein úr augum allra. Stemmingin sem skapast er mjög skondin. Maður verður að tala við sem flesta til að geta leyst gátuna. Fólk er ekki allt það sem það er séð. Maður veit ekki hvort þessi eða hinn er í "karakter" eða bara eins og hann á að sér að vera. Helgin líður svo við það að maður grunar alla í kringum sig um græsku, en á laugardagskvöldið við hátíðarkvöldverð leysist úr málinu.

Ekki höfðum við lausnina að þessu sinni. Hins vegar er frábær árangur að aðstoðarmanni viðskiptaráðherra tókst að skrifa sig inn í plottið hjá mörgum og var grunaður um aðild að morðinu. Sem hann auðvitað var alveg blásaklaus af, bara einn af þátttakendum.


Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband