Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Þetta er ekki frétt - þetta er skoðun

Þetta er ágætis pistill hjá Pétri. En hann er ekki frétt, þetta er greining hans á ástandi en ekki fréttaflutningur.
mbl.is Harðari tónn í garð samstarfsflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var RAX í flugvélinni sem flaug yfir staðnum í gær?

Maður hlýtur að spyrja. Myndin er tekin úr lofti á meðan björninn var á lífi.

Auk þess sé ég ekki (í fljótheitum) að mbl.is hafi fjallað um lágflugið yfir svæðinu.  (Leiðrétting ... fann það á eyjan.is)

 Þessu þarf ritstjórinn að svara. Má vera að ég hafi rangt fyrir mér, vona það.

Mér finnast reyndar áleitnar spurningar vakna, sérstaklega eftir að hafa lesið blogg Össurar Skarphéðinssonar um málið. Hverjum stafaði hætta af því a björnin - örþreyttur - synti til hafs? Var ekki varðskip og þyrla á staðnum sem fylgt gat honum eftir.

Ég er svo mikið að vona að þetta dráp hafi verið nauðsynlegt en ekki sama klúðrið og síðast ... allt bendir þó til annars.


mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trigger-happy?

Trúi því varla að menn hafi ekki fullreynt annað áður en björninn var felldur! 

Hvernig stendur eiginlega á því að héraðsdýralæknir var ekki kallaður á staðinn áður en ákvarðanir eins og þessi var tekin? Það er jú hans lagalega skylda að skera úr um aðgerðir gagnvart dýrum í samráði við yfirvöld.

Makalaust að geta ekki höndlað þetta betur - loka svæðinu, fylgja dýrinu eftir með alvöru skotvopn sem hægt hefði verið að grípa til þar til deyfilyf hefði komið á staðinn eða egna æti með slíku fyrir skepnuna. Svo hefði verið hægt að dýrið á viðeigandi stað.

Virðist sem sýslumaður á staðnum hafi þarna brugðist.


mbl.is „Hefði átt að loka veginum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband