Leita í fréttum mbl.is

Var RAX í flugvélinni sem flaug yfir staðnum í gær?

Maður hlýtur að spyrja. Myndin er tekin úr lofti á meðan björninn var á lífi.

Auk þess sé ég ekki (í fljótheitum) að mbl.is hafi fjallað um lágflugið yfir svæðinu.  (Leiðrétting ... fann það á eyjan.is)

 Þessu þarf ritstjórinn að svara. Má vera að ég hafi rangt fyrir mér, vona það.

Mér finnast reyndar áleitnar spurningar vakna, sérstaklega eftir að hafa lesið blogg Össurar Skarphéðinssonar um málið. Hverjum stafaði hætta af því a björnin - örþreyttur - synti til hafs? Var ekki varðskip og þyrla á staðnum sem fylgt gat honum eftir.

Ég er svo mikið að vona að þetta dráp hafi verið nauðsynlegt en ekki sama klúðrið og síðast ... allt bendir þó til annars.


mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frosti Heimisson

Lágflug RAX var framkvæmt áður en flugbann var sett og miðað við myndirnar sem hann tók og þann búnað sem hann býr yfir er líklegt að hann hafi gætt varúðar og flogið hátt yfir til að styggja ekki dýrið.  RAX flýgur líka um á mjög hljóðlátri vél sem fer létt yfir þannig að ekkert alvarlegt verður sagt um flug hans yfir svæðið.

Hvað varðar hvort dýrið hefði skellt sér í hafið þá er tilfellið að þegar hafði verið búið að deyfa dýrið og ekki mjög mannúðlegt að drekkja því ofaná allt saman.  Ísbirnir eru hættuleg dýr og það vita þeir sem hafa umgengist þau.  Íbúar Svalbarða t.a.m. ferðast ekki nema að hafa riffil meðferðis þar sem þessi villidýr eru til alls vís.  Ég held að miðað við umræðuna hafi allt verið gert eins rétt og hægt var.  Það hefði enginn viljað státa sig af náttúruvernd hefði bangsi ráðist á fólk (sem hefði líklega ekki orðið langvarandi bardagi) né hefði dýrið þurft að kveljast og drukkna á endanum.  Maður verður að líta á þetta frá mánnúðlegu sjónarhorni, jafnvel þótt þetta sé ekki fögur sjón.

Frosti Heimisson, 18.6.2008 kl. 01:35

2 identicon

Þið malbiksfólk sem búið ekki á stöðum þar sem svona dýr geta gengið á land vitið auðvitað alltaf miklu betur en allir aðrir um hvernig á að bregðast við svona aðstæðum.  Merkilegt nokk.  Ætli það yrði hátt á þér risið ef þú mættir svona dýri á leiðinni út í búð?

Sigga (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 02:02

3 identicon

Lestu bara þín heimilisblöð áfram!

Illugi (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 02:43

4 identicon

Hroki Illugi. Fáfræði,hroki og í raun heimska að láta svona útúr þér ef þú ert að svara henni Siggu en ég hefði nú samt sleppt orðinu malbiksfólk.

Ég er kominn með svo mikinn leiða af sumum höfuðborgarbúum. Ekki meint til allra en taki það til sín sem vilja.

Ef ekki væri fyrir landsbyggðina þá mundi saga Íslendinga hverfa smám saman. Þ.e.a.s. það sem ekki er ritað í sögubækur sem ekki svo margir lesa sér til fróðleiks.

Ef ekki væri fyrir bændur þá væri lítið um mjólkurafurðir,lambakjöt sem Íslendingar státa sér af fyrir að vera það besta í heimi o.sfrv.
Hagar,fjöll,tún og skógar mundu kafna í grasi og sinu og er það nú eitthvað til að gleðja augað allt í einu?
Túristar koma til að sjá landslag á Íslandi sem er stórbrotið og alls ekki auðvelt að finna hvar sem er í heiminum.

Auðvitað er hægt að flytja inn kjöt og mjólkurafurði og leggja niður bændstéttina eins og fáfróðir vilja en er það virkilega betra?
Margir halda að bændur lifi á styrkjum en leyfið mér að leiðrétta það. Mjólkurbændur fá mun meiri styrki en sauðfjárbændur, ég veit því við vorum með sauðfé. Flutningar á dýrum núna er hlægilegur með færri sláturhúsum og verðið hefur hrapað útaf því. Mar á kjöti þýðir minna verð fyrir bændur en ekki sláturfélögin plús að með færri sláturhúsum þá hafa tekjur bænda minnkað.
Hvað gera þau svo við marða kjötið? Jú, því er hent í marenineringu svo neytandi sjái í raun ekki hversu illa farið kjötið er.

Þetta er svipað og með fólk sem lítur niður á ómenntað fólk. Hvar væri heimurinn ef ekki væri fyrir verslunarfólk,verkamenn og að ég tali nú ekki um menn og konur sem þrífa upp ruslið eftir okkur. Sorglegt hvað margir eru í raun illa að sér.

 Ég biðst velvirðingar á því að fara út fyrir efnið en mér finnst þetta bara vera svo mikið virðingarleysi sem landsbyggðarfólk og bændur fá endalaust.

Þakka samt fyrir góða blogsíðu.

Júlíus (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 07:05

5 identicon

 Frosti - takk fyrir gott og málefnalegt innlegg. Gott að heyra þetta með RAX, hefði verið miður ef annað væri raunin, takk fyrir að leiðrétta allan slíkan misskilning. Varðandi annað sem þú hafðir um málið að segja þá vekur það mig til umhugsunar.

Sigga - þú heldur þó varla að þó maður sé á því að reynandi hafi verið að koma dýrinu til sinna náttúrulegu heimkynna þá sé maður sjálfkrafa fygljandi lausagöngu bjarndýra í þéttbýli - já eða á Íslandi yfirleitt. Arfavitleysa er þetta. "Malbiksfólk"? Skipta skoðanir manns minna máli ef maður býr við malbik? Dómadags heimóttarháttur er þetta. Hljóta skoaðnir manns náð fyrir augum þínum ef maður er sannarlega úr dreifbýlinu, komin af sjómönnum og bændum? Eins er það reyndar þannig að meginpart sumars dvel ég í fásinninu og kemst nærri sjálfsþurftarbúskap en meðal-dreifarinn á þeim tíma.

 Þess vegna segi ég Júlíus, svakalega er ég þreytt á þessu landsbyggðarliði (taki til sín sem vilja/eiga) sem heldur að skoðanir þess verði sjálfkrafa meira virði vegna búsetu þeirra. Bull og vitleysa. Ég vísa nú frá mér öllum aðdróttunum um að líta niður á fólk með minni menntun eða stundar störf sem krefjast lítillar menntunar. Almáttugur, þá mætti maður nú afskrifa ættina alla og upprunann með ;-)

En asskoti er ég sammála þér með sláturhúsin - og takk fyrir hlý orð :-)

Júlíus Valdimar - nú veit ég ekki hvort einhverjir lesa þessa síðu sem finnast birnir sætir ... en þeir eru auðvitað velkomnir eins og þú. Fegurðarskyn mitt gagnvart þessum villtu og hættulegu dýrum hefur nákvæmlega ekkert með þá skoðun mína að gera að gott hefði verið ef tekist hefði að bjarga skepnunni. Jafnvel þó einhver grænlendingurinn hefði síðan skotið það í haust.

Anna Sigrún Baldursdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 11:19

6 Smámynd: Anna Sigrún Baldursdóttir

Takk fyrir aðvörunina Júlíus. Já, þetta eru sterkar myndir. Sýna að hvítabirnir og menn eiga ekki samleið. Sem þýðir að best er að koma þeim þangað sem þeir eiga heima.

Anna Sigrún Baldursdóttir, 18.6.2008 kl. 11:33

7 Smámynd: Anna Sigrún Baldursdóttir

Takk fyrir viðvörunina Júlíus. Já, þetta eru magnaðar myndir. Sýnir að birnir og menn eiga takmarkaða samleið. Sem þýðir að við þurfum að koma þeim þangað sem þeir eiga heima.

Anna Sigrún Baldursdóttir, 18.6.2008 kl. 11:34

8 Smámynd: Anna Sigrún Baldursdóttir

Frosti - takk fyrir að leiðrétta mögulegan misskilning varðandi ferðir RAX. Hitt hefði verið afleitt. Varðandi skrif þín önnur þá get ég sagt að þau vekja mig til umhugsunar, þó tæpast sé ég sammála.

Sigga - varla lestu úr skrifum mínum að þó ég sé hlynnt því að reyna að koma dýrinu til síns heima þá sé ég sjálfkrafa hlynnt lausagöngu bjarndýra í þéttbýli - ja eða á Íslandi yfirleitt. Arfavitleysa er þetta.Malbiksfólk! Dómadags heimóttarháttur er þetta. Skiptir nú búseta manns við malbikaða götu öllu varðandi skoðanir manns. Hvernig er það, hljóta skoðanir manns meiri náð fyrir augum þínum ef maður er sannarlega úr dreifbýlinu og af sjómönnum og bændum komin (sem ég jú er). Hvað með að ég eyði meiriparti sumars í fásinninu og kemst þar sjálfsagt nær sjálfsþurftarbúskap en meðal-dreifarinn? Þarf maður í alvöru að éta hrátt selspik í hvert mál til að hafa skoðun. Hvur röndóttur segi ég nú bara. Má maður þá ekki vera ósáttur við eyðingu frumskóga Amazon  vegna þess að maður hefur aldrei skotið óvin með eiturörvum.

Júlíus - er ekki alveg að ná tengingunni á hvítabjarnardrápi og mjólkurkvóta en þakka skrifin. Er sammála þér hvað varðar fjárflutningana. Frábið mér hins vegar allar mögulegar aðdróttanir um að ég líti niður á fólk sem ekki hefur mikla menntun. Er einfaldlega af því góða fólki komin og gæti því afskrifað allt mitt fólk og venzlafólk þar með talið ef ég ætlaði að sýna einhverja tilburði í þá átt  En þakka hlý orð um síðuna.

Júlíus V - huganleg útlitsdýrkun mín á hvítabjörnum (sem er reyndar ekki til að dreifa) hefur nákvæmlega ekkert með verndun dýra í útrýmingarhættu að gera.

Anna Sigrún Baldursdóttir, 18.6.2008 kl. 11:46

9 Smámynd: Anna Sigrún Baldursdóttir

Júlíus V - skondið, sé að við erum á nákvæmlega sömu skoðun og komumst sennilega að niðurstöunni með sama hætti

Anna Sigrún Baldursdóttir, 18.6.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband