Leita í fréttum mbl.is

Neyðarlegt

Nú er þetta eiginlega bara orðið neyðarlegt. Og sorglegt.

Hvernig sem á málið er litið brást Vilhjálmur samstarfsfólki sínu og borgarbúum. Hjá þeirri niðurstöðu verður ekki komist, hvort sem hann "man ekki" eða hreinlega skrökvar.

Ég tók eftir því að Hegli spurði Vilhjálm að því hver staða hans væri sem kjörins fulltrúa eftir að tvisvar hefðu verið bornar á hann sakir um ósannsögli. Þá beitti Vilhjálmur Svandísi ser til varnar - sagði að hún hefði dregið allt til baka varðandi kaupsamningana. Það gerði hún ekki, hún sagðist einfaldlega ekki hafa kallað Vilhjálm lygara. Annað var það ekki. Síðar í þessu Kastljósviðtali sagðist Vilhjálmur þar að auki hafa séð þessa samninga, svo hanner gersamlega komin í hring í málinu.

Hver trúir svo Vilhjálmi þegar hann segist ekki hafa séð þetta skjal sem lagt var fram á fundi heima hjá honum - þegar þrír aðrir eru til frásagnar um annað.

Nú á bara einhver góðhjartaður Sjálfstæðismaður að taka manninn útaf vellinum, hann er bara að gera sjálfsmörk.


mbl.is Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

23.sept eða 3.okt - Hvort var það Vilhjálmur

Mikið ofboðslega ætlar Vilhjálmur að reynast margsaga í þessu máli. Í viðtali við Morgunblaðið um helgina talar Vilhjálmur um þennan samning eins og hann hafi ekki séð hann fyrir fundinn 3. október ... en nú kemur í ljós að hann var lagður fyrir borgarstjórann 10 dögum áður!

Það er í raun best að segja satt. Það er svo skrambi erfitt að muna hverju maður laug.

Koma svo Villi, segja bara satt og hætta þessu rugli.


mbl.is Borgarstjóri upplýstur um samning til 20 ára þann 23. september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stubbaknús

Svakaleg knús hafa þetta verið undanfarna daga. Ég kemst bara nett við, eða þannig. Björn Ingi knúsar Villa, Björn Ingi knúsar Alfreð ...

En svona í alvöru ... þá er mér nú eiginlega nóg boðið af heiftarlegum árásum af Björn Inga. Ég heiti nú ekki Anna Sigrún fyrir ekki neitt og snýst auðvitað til varnar þeim sem barið er á ... sem í þessu tilfelli er Björn Ingi. Eða Spill Ingi eins og ég hef einnig heyrt hann nefndan.

Það verður að segjast að sjaldan hefur stjórnmálamaður komið fram af jafn mikilli auðmýkt og einlægni og Björn Ingi gerði á fundi Framsóknarmanna í hádeginu. Ég er nú bara svo aumingjagóð - eins og áður hefur komið fram - að ég er til í að hlusta á iðrandi menn. Og jafnvel treysta því að raunveruleg einlægni sé þar að baki ... en ekki bara ótrúlega djarft stökk snjalls ungs stjórnmálamanns sem sá óvænt tækifæri til að þvo af sér slyðruorð Halldórs-dauðalista-áranna, sem tryggja mun honum formennsku í Framsóknarflokknum á næstu misserum.

Sennilega bæði.

 Stórt knús!


mbl.is Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi féllust í faðma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olé!

Brilljant.

Hver er betur til þess fallin að hafa Framsókn í gjörgæslu en einmitt Doktor Dagur. Það þarf bönd á Binga.

 Til hamingju öllsömul.


mbl.is Vilhjálmur verður borgarstjóri fram á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mr. Slick og Villi vinur hans

Merkilegt hvað hljótt er um Björn Inga í þessu máli. Framsóknarmenn í ríkisstjórn kveinkuðu sér sárt undan því að þurfa að taka hitann af óvinsælum aðgerðum ríkisstjórnarinnar meðan Sjálfstæðismenn gátu verið rólegir. Þessu virðist vera öfugt farið þegar komið er í borgarstjórn. Nú er það gamli góði Villi sem fær að finna fyrir því meðan Mr. Slick pakkar niður sundskýlunni, enda á leið í vísindaferð í sundlaugagarða á Spáni.

Þetta mál er óhæfa. Blessunarlega virðist sem sjálfstæðismenn átti sig á því, þó Vilhjálmur þurfi einhvern meiri tíma til að kveikja. Engum kemur á óvart afstaða Framsóknar, því síður Björns Inga aka Mr. Slick.


mbl.is Grundvöllur fyrir höfðun dómsmáls til ógildingar eigendafundar í OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kraftaverk, hamingja og afmæli

Það gerðist kraftaverk í fjölskyldunni í gær. Það kom beinlínis af himnum ofan. Þetta litla kraftaverk er rétt rúmar 14 merkur og rúmir 50 cm og kúrir nú hjá mömmu sinni og pabba á Akranesi. Hamingja okkar allra er áþreifanleg. Það er til Guð.

Í morgun vaknaði stór stelpa. Filippía Þóra er 5 ára í dag og deilir afmælisdegi með kvenskörungunum Þorgerði Katrínu og Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég held ekki að það sé nein tilviljun.

Hún klappaði mér og sagði að ég væri nú aldeilis heppin að vera búin að eignast litla frænku, fyrst hún væri ekki lítil lengur.

Já, ég er heppin :-)


Manneklan er mýta!

Má til með að endurbirta þennan pistil í tilefni umræðunnar.

Ég held ég sé búin að leysa mannekluvandann á Landpítala-Háskólasjúkrahúsi. Eða þannig. Allavega er ég með nýjan vinkil á málið.Þessi tími árs er reyndar þannig að umræðan um manneklu á heilbrigðisstofnunum er hávær. Eðlilega. Miðað við hvað heyrst hefur og reyndar líka það sem rannsakað hefur verið snýst vandinn ekki endilega um laun heilbrigðisstétta. Vinnuálagið er númer eitt, vinnuaðstæður númer tvö (þetta tvennt helst reyndar fast í hendur í hjúkrun) og launin koma svo þar á eftir eða janfvel síðar á listanum. Lausnin fyrir LSH er því ekki að hækka laun hjúkrunarfræðinga heldur fjölga þeim. Reyndar væri sterkur leikur að hækka launin líka, svona til að halda þeim sem enn eru í starfi og lokka til baka nýja. Mín tillaga er því þessi: fjölgum stöðugildum hjúkrunarfræðinga um 100 og hækkum laun þeirra allra um 10%.Ég sé fyrir mér að einhver hafi fengið nett flog við þetta og spurji "hvar á að fást peningur í þetta"!!!!! Sá hinn sami getur róað sig, ég held þetta kosti nú ekki svo mikið. 100 milljónir eða svo. "getur ekki verið" æpir hann. Jú víst.Samkvæmt Félagi Íslenskra Hjúkrunarfræðinga eru meðallaun hjúkrunarfræðinga ríflega 450 þúsund á mánuði. Þá erum við að tala um heildarlaun allra, vaktaálag, yfirvinnu og svo framvegis. Þar sem hlutfall yfirmanna er minna á LSH drögum við 10% frá. Þá er launakostnaður LSH (með launatengdum gjöldum) ríflega 6,5 milljarðar. Bætum 100 stöðugildum við og það er kostnaður upp á ríflega 500 milljarða á ári. Hækkum síðan laun allra um 10% og þá er heildarlaunakostnaður LSH vegna hjúkrunarfræðinga rétt ríflega 7,6 milljarðar. "semsé, þetta kostar ekki hundrað milljónir heldur þúsund milljónir og gott betur!"Neinei.Mannekluvandinn á LSH hefur verið leystur með yfirvinnu starfsmanna. Það kostar miiikið. Segjum að hver hjúkrunarfræðingur á LSH taki 2 aukavaktir í mánuði. Hvað kostar það? ... jú ...1.000.000.000 kr!Niðurstaðan er því sú að þessi aðgerð myndi kosta hundrað milljón kall. Jebbs."ókei, hvar ætlar þú að finna þessa hjúkrunarfræðinga"Ja, það eru um 600 hjúkrunarfræðingar í landinu sem ekki starfa við hjúkrun. Margir þeirra eru þar að auki fyrrum starfsmenn LSH sem flúið hafa álag og aðstæður (og laun). Nú fjölgum við því stöðugildunum, álagið minnkar, aðstæður lagast og launin hækka.Fyrir litlar 100 milljónir.Ég hugsa að ég hringi í Árna Matt,  Guðlaug Þór og Önnu Stef á morgun.

 


mbl.is „Ólíðandi mismunun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já!

Þetta var frábær ákvörðun hjá heilbrigðisráðherra. Ég vona að hann láti nú kné fylgja kvíði og hætti við byggingu "Hátæknisjúkrahús", sem var sennilega slakasta hugmynd síðari ára í heilbrigðismálum. Grímseyjarferjan hvað!
mbl.is Stjórnin tekin af Alfreð Þorsteinssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipafréttir

Eru það fleiri en ég sem eru farnir að heyra suð þegar kemur að fréttum úr fjármálageiranum? Ég ætla ekkert að draga úr mikilvægi þessara frétta eða augljósu mikilvægi velgengi fjármálafyrirtækja fyrir þjóðarbúið. Neinei. Þetta er allt mjög mikilvægt og fyrir suma sérdeilis merkilegt.

En mikið svakalega er þetta þreytandi. Minnir mann á hádegisfréttirnar hér í den þegar það var helgistund við upplestur aflafrétta, að maður nefni nú ekki veðurfréttir. Það var sko ekkert hverjir voru hvar neitt, heldur hverjir lönduð hvar og hverju. Fimm eða tíu vindstig á Stórhöfða. En maður sat bara og át sína ýsu með kartöflum og heyrði suð.

Á sama hátt og nú er skylduáskrift að nærbuxnableiku Viðskiptablaðinu var nauðsynlegt að lesa Fiskifréttir - allar 4 síðurnar. Og á sama hátt og að það var goðgá að láta sig nýjustu aflatölur Bjarna Ben litlu varða þá eru það nánast helgispjöll að vita ekki stöðuna á ICEX á hverjum degi, klukkustund ja eða helst mínútu. Nú sit ég bara og borða mín grænmetisvefju frá Maður Lifandi og heyri ... suð!

 


mbl.is Er íslenska efnahagsundrinu ógnað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppreisn D´Angleterre?

Vonandi ná þessir nýju eigiendur að endurreisa virðingu þessa fornfræga hótels. Það virðist sem fyrri eigendur hafi verið orðnir hundleiðir á rekstrinum og voru farnir að láta bæði vistarverur en þó sérstaklega þjónustu drabbast niður. Það kvað svo rammt að þessu að Leading Hotels of the World tóku D´Angleterre af sínum lista. Eins má lesa um hvernig þetta "lúxus" hótel hefur mátt muna sinn fífil fegurri á nánast öllum mögulegum ferðamannsíðum, t.d. tripadvisor.com.

En nú fer kannski eitthvað að gerast.


mbl.is Höfðu einkum augastað á Hotel D’Angleterre
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband