Leita í fréttum mbl.is

Lélegar tímasetningar

Ég reikna nú ekki með að mikið fleiri en þeir sem ég sendi jólakort álpist inn á þessa síðu, en ef svo er þá óska ég þeim gleðilegra jóla.

Það er nefninlega þannig að jólin eru ekki búin. Ég kann því afar vel að jólin séu hátíð sem tegir sig yfir nokkra daga - bæði afar hátíðlega slíka sem og nokkra minna hátíðlega eins þennan í dag. Við mæðgur erum búnar að eyða deginum í ýmislegt skemmtilegt, skoðað jólagjafirnar í minnstu smáatriði, spilað nýju spilin og svo framvegis. Í þessum skrifuðu orðum stunda dæturnar reyndar ilmvatnsgerð upp á eigin spýtur a baðherberginu og ég eiginlega legg ekki í að fara að skoða afraksturinn.

Aftur að jólunum ... það virðist nefninlega fara ofan garðs og neðan hjá æði mörgum að jólin eru 13 dagar. Til dæmis hætta flestar útvarpsstöðvar að spila jólalög á aðfangadag. Nema Útvarp Latibær reyndar, sem heldur uppi jólastuðinu hér á bæ. Þeim væri e.t.v. nær að slaka pínulítið á látunum á aðventunni og einbeita sér að jóladögunum sjálfum. Sjálfsagt eru þáttagerðarmenn orðnir eitthvað þreyttir á jólalögunum sem eru búin að hljóma ansi mikið á aðventunni. En komm on, eru menn ekki orðnir jafnþreyttir á sama garginu sem var í gangi allan nóvembermánuð og glymur núna?

Annað pirr-element ... datt ekki Gestgjafinn inn um lúguna áðan. Það er reyndar mitt uppáhaldsblað en ég er með efasemdir um tímasetningar á þeim bæ eftir að hafa fengið jólablaðið korter í jól. Ég hélt að þetta blað sem leyndist í silfurpappírnum væri einhverskonar áramótablað ... en nei ó nei ... þar var mér tilkynnt, á þriðja í jólum, að jólin væru búin og jólakjóllinn orðin of lítill og nú væri rétt að byrja á safadrykkju til að hreinsa út óhófið. Svona til upplýsingar fyrir þá sem kunna að hafa áhyggjur þá passa ég bara ágætlega í jólakjólinn minn og hef hugsað mér að halda hátíðarnar hátíðlegar meðan þær vara. Ekki fyrir og ekki eftir. Ókei?

 


Að lifa fyrir vinnuna

Leitt að vita af þessu óhappi Magnúsar.

En forstjórinn verður sennilega seint sakaður um að vita ekki hvað fer fram á stofnuninni hans.

Miðað við fjárhagsstöðu spítalans getur maður ímyndað sér erindi forstjórans til ráðherra svo það er gráglettinn tilviljun að þetta óhapp verði fyrir utan ráðuneytið. Nauðsyn góðrar bráðaþjónustu ætti að vera ráðherranum augljós!

Ég óska forstjóranum auðvitað skjóts bata og vona að ekki hafi hann farið fýluferð í ráðuneytið í ofanálag!


mbl.is Spítalaforstjóri aftur með brotinn fót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rassskelling

Ég er reyndar alveg á móti ofbeldi gegn börnum, líka strákpjökkum á egotrippi. Svo ég sting upp á að hann fái ekki að hafa í síma í nokkra daga. Hann mun engjast af kvölum.

Ferlega var þetta eitthvað stupid. Svakalegt að fá sína 15 mín frægð út á aðra eins vitleysu.


mbl.is Skagapiltur pantaði viðtal við Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feministar

Datt í huga að skella inn þessu orði og sjá hvort ekki yrði allt vitlaust í kommentakerfinu.

Heh.


Er verið að bolaskíta mig?

Jahérna. Ekki vissi ég að pabbar/karlar þyrftu pössun. En varla er verið að þessu nema einhver sé markaðurinn - eða er þetta auglýsing?

Velti fyrir mér hvort næst verði boðið upp á spa-horn í BT.


mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Félagi fallinn

Einn besti vinur minn og félagi til ríflega 12 ára er farinn yfir móðuna miklu. Þjálfi Beck hefur fylgt fjölskyldunni frá því 1995 í gegnum súrt og sætt.

Þjálfi lifði hratt og hann lifði vel. Hefði hann mennskur hefði hann sennilega verið flokkaður sem götustrákur upp á gamla móðinn en greindur ofvirkur með athyglisbrest í nýmóðins stíl. Hann var mikill karakter og reyndar talsvert silgdur. Flutti til Svíþjóðar og bjó þar í nokkur ár. Það tók hann nokkra daga að átta sig á að ekki yrðu öll trén í skógum Svíþjóðar merkt með viðgeigandi hætti, svo hann gafst upp á þvi. Eins var hann tiltölulega fljótur að átta sig á því að rádýr eru svakalega spretthörð en það var gaman að láta þau hlaupa af stað og láta þau svo hafa það óþvegið með gelti. Einarðar rannsóknir hans á sænskum köttum leiddu að þeirri niðurstöðu að það var jafn gaman að hrella þá og þá íslensku. Broddgeltir voru aftur á móti ekki eins árennilegir, þó margar atlögur hafi verið gerðar með hetjulegum tilburðum.

Á Íslandi fór Þjálfi víða um byggðir og óbyggðir lands og tók vandlega út búsmala landsins óumbeðin. Hann stóð fyrir fækkun villikatta í vesturbænum, rak þá á brott með glæsisveiflu. Á Gróttu sá hann til þess að rottur, kettir og minkar áttu sér illa viðreisnar von.

Á langri ævi Þjálfa féll ekki úr sá dagur sem hann fékk ekki að minnsta kosti tvo góða gönutúra og hélt því eigendum sínum í góðu formi. Suma stutta, en sennilega fleiri mjög langa. Jafnvel margra daga langa. Þegar duglega gaf á í lífsins ólgusjó var fátt betra en að reima á sig gönguskóna, kalla á Þjálfa og halda í góðann göngutúr. Sama gilti þegar maður þurfti að taka erfiðar ákvarðanir, þá var gott að eiga góðan félaga sem alltaf var til í að eiga með manni tíma og setjast með manni einhverstaðar í laut og fá klór. Þegar heim var komið þakkaði hann alltaf pent fyrir sig með góðu knúsi.

Þjálfi var pjakkur og óttalegur gosi. En hann var elskaður, blíður fjölskylduhundur sem sárt verður saknað mjög lengi.

Það má kannski segja að hann dó eins og hann lifði. Hann féll í hetjulegum bardaga á Geirsnefi síðdegis í dag.


Skemmtilegt sjónvarpsefni

Svona uppákomur eru víða erlendis hið besta sjónvarpsefni. Fræðandi og skemmtilegt. Ég hef séð slíka þætti í bresku og sænsku ríkisstöðvunum og vafalaust hafa fleiri gert það og haft gaman af.

Þá er farið um landið og fólki boðið að koma með gripi sem það telur einhvers virði eða langar að forvitnast um hjá sérfræðingum. Fólk er frætt um uppruna gripanna og virði þeirra - stundum erum við að tala um veruleg verðmæti og stundum ekki nein. En þetta er skemmtilegt.

Hvernig væri nú að þróa svoleiðis efni í RÚV, Páll ... eða Björgólfur ...


mbl.is Fjöldi fólks varð frá að hverfa í Þjóðminjasafninu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggidíblogg

Já.

Eitthvað fremur hljótt um frúnna í vesturbænum. Það kemur þó ekki til af aðgerðaleysi, sleni, hvað þá húsmóðurstörfum.

FJölskyldan brá undir sig betri fætinum og heimsótti heimsborgina London, dömunum og foreldrunum til mikillar ángæju. Nú, svo skipti ég um vinnu og byrjaði í gær á Landspítalanum. Aftur til upprunans, eða þanngi Smile Reyndar þarf enginn að óttast að lenda í höndunum á mér, svona beinlínis. Mitt hlutverk verður að endurlífga hverja krónu og hjúkra bráðveikum rekstrinum eða þannig. ´Fólk getur því óhrætt innskrifast á spítalann, ég mun ekki snerta á því!


Að tefla á tæpasta ...

Þetta eru spennandi nefndir sem Guðlaugur hefur sett á fót - sér í lagi hef ég áhuga á nefndinni sem Vilhjálmur Egilsson stýrir og á að vera ráðherranum til ráðgjafar um stefnumótun Landspítalans. Það sem vekur í fljótu bragði fyrst eftirtekt að í nefndinni eru engir sem komið hafa nálægt rekstri spítalans um árabil nema Margrét Björnsdóttir sem sat í stjórnarnefnd hans.

Ég hygg að þarna ætli ráðherran að blása inn ferskum vindum. Varla hafi núverandi starfsmenn eða stjórnendur hans nokkra nýja sýn á málefni hans, reksturinn alltaf í járnum.

Þetta má sjálfsagt að einhverju leyti til sanns vegar færa, en þó held ég að á spítalanum sé gríðarlegur hugmynda- og viskubrunnur fólginn í starfsmönnum og stjórnendum. Það er því óskandi að nefndirnar nýju beri gæfu til að nýta hana og vinna í góðu samstarfi við þessa aðila. Sjálfsagt er það líka ætlunin, enda lítið gagn af stefnumótun sem starfsfólkið sem framfylgja á henni kemur ekki að eða hefur trú á.


mbl.is Nýjar nefndir fjalla um málefni heilbrigðisstofnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona gerum við

Það virðist nokkuð útséð um pólitíska framtíð Vilhjálms. Hún er orðin fortíð. Nú snýst málið um að skera manninn mildilega úr snörunni og hjálpa honum á fætur með styrkri hönd.

Eina leiðin til að koma Vilhjálmi frá er að finna honum viðeigandi útleið. Hvernig sem á málið er litið hefur Vilhjálmur lengi þjónað sínum flokki og mörgu fólki, þó snautlegt sé hið pólitíska exit.

Ég held að horfa verði til heilbrigðismálaráðherra með þetta. Það má vel nýta víðtæka þekkingu Vilhjálms á málefnum eldri borgara þar á bæ.

Það væri í því fólgin virðing.


mbl.is Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins funda með stjórnum Sjálfstæðisfélaganna á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband