18.6.2008 | 00:56
Var RAX í flugvélinni sem flaug yfir staðnum í gær?
Maður hlýtur að spyrja. Myndin er tekin úr lofti á meðan björninn var á lífi.
Auk þess sé ég ekki (í fljótheitum) að mbl.is hafi fjallað um lágflugið yfir svæðinu. (Leiðrétting ... fann það á eyjan.is)
Þessu þarf ritstjórinn að svara. Má vera að ég hafi rangt fyrir mér, vona það.
Mér finnast reyndar áleitnar spurningar vakna, sérstaklega eftir að hafa lesið blogg Össurar Skarphéðinssonar um málið. Hverjum stafaði hætta af því a björnin - örþreyttur - synti til hafs? Var ekki varðskip og þyrla á staðnum sem fylgt gat honum eftir.
Ég er svo mikið að vona að þetta dráp hafi verið nauðsynlegt en ekki sama klúðrið og síðast ... allt bendir þó til annars.
Ísbjörninn að Hrauni dauður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
3.6.2008 | 14:09
Trigger-happy?
Trúi því varla að menn hafi ekki fullreynt annað áður en björninn var felldur!
Hvernig stendur eiginlega á því að héraðsdýralæknir var ekki kallaður á staðinn áður en ákvarðanir eins og þessi var tekin? Það er jú hans lagalega skylda að skera úr um aðgerðir gagnvart dýrum í samráði við yfirvöld.
Makalaust að geta ekki höndlað þetta betur - loka svæðinu, fylgja dýrinu eftir með alvöru skotvopn sem hægt hefði verið að grípa til þar til deyfilyf hefði komið á staðinn eða egna æti með slíku fyrir skepnuna. Svo hefði verið hægt að dýrið á viðeigandi stað.
Virðist sem sýslumaður á staðnum hafi þarna brugðist.
Hefði átt að loka veginum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2008 | 13:35
Sturla á þing
Ég heyrði áðan að Sturla tók því ekki fjarri þegar blaðamaður spurði að hann væri á leið á þing.
Væri nú ekki vitlaust að koma karlinum þangað. Minnir mann pínu á þegar ólátabelgirnir á sveitaböllunum voru orðnir erfiðir viðfangs. Þá voru menn sjanghæjaðir í héraðslögreglumannshlutverkið, settir í búning og við gæslu á næsta balli. Sljákkaði verulega í þeim við það.
Táknræn útför á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2008 | 14:08
Stórfrétt - samstaða í FF
Þær náðu samkomulagi. Þessar tvær við hvor aðra.
Magnað alveg.
Konur í Frjálslynda flokknum senda forseta Íslands áskorun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2008 | 11:56
Sjálfumgleði Magnúsar Þórs
Nú er ég svo sem á því að menn eigi að viðurkenna eigið ágæti fyrir sjálfum sér, svona til að forðast minnimáttarkennd. Hinn endinn á þeim skala er hins vegar eiginlega verri - þ.e. fullvissan um eigið ágæti og óbrigðugleika sem einfaldlega heitir sjálfumgleði.
Magnús birtir á heimasíðusinni http://magnusthor.eyjan.is/ skemmtilegan bút úr snilldarmyndinni "Life of Brian". Einhvern veginn hefur hann náð (með fulltyngi sjálfumgleðinnar) að komast að þeirri niðurstöðu að þar sé holdgervingur Samfylkingarinnar í formi æðstaprestsins, sem níðist á boðbera sannleikans. Það fer þó þannig að æðsti presturinn sem dæmir boðberann til steiningar fær stærsta steininn í hausinn.
Niðurstaða Magnúsar er þá væntanlega sú að að þarna sé sömuleiðs holdgervingur hans kominn, þ.e. boðberi sannleikans og réttlætis. Það skortir ekkert á sjálfsálitið þar á bæ. Enda stutt þessari líka frábæru greinagerð http://www.skessuhorn.is/default.asp?sid_id=21464&tid=2&fre_id=71926&meira=1&Tre_Rod=001|011|&qsr sem meðreiðarsveinar frelsarans þreytast seint á að hylla - reyndar frelsarinn sjálfur einna mest. Rökstuðningur verður ekki rökstuðningur þó maður kalli einhver skrif það. Eins mikinn og Magnús fer um sveitir lands, hvort sem er á útvarps-, sjónvarps- eða netbylgjum fer minna fyrir svörum hans við staðreyndum, sbr. http://adaltutturnar.blogspot.com/2008/05/flttamenn.html
Nei, eitthvað skortir nú á viðbrögð við svona lögðuðu, en það er nú kannski ekki hægt ætla frelsaranum að komast yfir allt, svikabrigsl og offors taka á, tala nú ekki um þegar maður þarf líka að stunda tilbeiðslu á sjálfum sér þess á milli.
Horfast í augu við dauðann í Al Waleed | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2008 | 21:46
Útleið fyrir Magnús (Buchel)
Ég var að fylgjast með þessum gjörning svissneska listamannsins Buchel.
Mér datt nú svona í hug að Magnús Þór gæti bara reynt að fá útnefningu sem bæjarlistamaður Akraness.
Tillaga um að taka við flóttamönnum samþykkt einróma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2008 | 21:23
Það var lagið
Þetta er frábært. Þessar kjánalegu þjóðernis-hvalveiðar eru fáránlegar, tilgangslausar, en fyrst og síðast verðlausar. Út í hött að púkka upp á þetta. Mjög ánægjulegt að Samfylkingin fjarlægi sig þessu rugli.
Það verður nú að segjast að ýmis ágreiningur er að kristallast í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það er afbragð, enda getur varla nokkrum manni dottið í hug að samstarf svo stórra og ólíkra flokka geti gengið ágreiningslaust, fjandakornið. Dýnamíkin í þessu samstarfi er allt annað en milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks þar sem Sjálfstæðismenn gátu látið litla flokkinn sitja og standa eins og hentaði. Hér eru hins vegar jafningjar á ferð. Það krefst miklu meiri stjórnkænsku að stýra ríkisstjórnarsamstarfi við þessar aðstæður en þær sem voru síðustu kjötímabili. Lítið mál að stjórna litlum flokki eins og sást í valdatíð Davíðs Oddssonar. Ekki mikill stjórnandi þar á ferð heldur.
Nú reynir á Geir og Ingibjörgu að stýra þessu farssællega áfram í samstarfi sterkra flokka. Þetta er eins og almennilegt hjónaband bara.
Hagsmunum fórnað með veiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.5.2008 | 19:10
Geir þó ... ef Ísland væri í ESB
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.5.2008 | 12:05
öhhh ... er þetta frétt?
Bjóst einhver við að Geir hefði aðra skoðun? Þurfti að hnykkja á afstöðu hans í ljósi yfirlýsinga Þorgerðar Katrínar?
Ég er auðvitað í grundvallaratriðum ósammála greiningu Geirs á málinu og hef fremur á tilfinningunni að þar á bæ ráði einhver rómantísk 1944-sjálfstæðishyggja en kalt stöðumat á hagsmunum þjóðarinnar til framtíðar.
Geir: Ég vil ekki ganga í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2008 | 11:05
Í Bretlandi já ...
Það er svolítið merkilegt hvernig þjóðarsálin viðrist elska Björgólf Thor, sem þó hefur yfirgefið hana. Það er nefninlega ríkissjóður hennar hátignar, Elísabetar Bretadrottningar, sem nýtur tekna af aðdáunarverðum umsvifum Björgólfs. Þ.e.a.s. hafi hann ekki flutt ríkisfang sitt til einhverrar skattaparadísar.
Ég segi þetta vegna þess að mér þykir svo spaugilegt þegar menn taka andköf af hneykslan þegar tekjur bankastjóra og kaupahéðna birtast síðla haust ár hvert - sem þó borga sína skatta hérlendis - en falla svo fram í aðdáun yfir mönnum eins og Björgólfi.
Björgólfur er reyndar sennilega bara snjallari en hinir, veit sem er að enginn er spámaður í sínu föðurlandi.
Björgólfur Thor á lista yfir þá ríkustu í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)