Leita í fréttum mbl.is

Það var lagið

Þetta er frábært. Þessar kjánalegu þjóðernis-hvalveiðar eru fáránlegar, tilgangslausar, en fyrst og síðast verðlausar. Út í hött að púkka upp á þetta. Mjög ánægjulegt að Samfylkingin fjarlægi sig þessu rugli.

Það verður nú að segjast að ýmis ágreiningur er að kristallast í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það er afbragð, enda getur varla nokkrum manni dottið í hug að samstarf svo stórra og ólíkra flokka geti gengið ágreiningslaust, fjandakornið. Dýnamíkin í þessu samstarfi er allt annað en milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks þar sem Sjálfstæðismenn gátu látið litla flokkinn sitja og standa eins og hentaði. Hér eru hins vegar jafningjar á ferð. Það krefst miklu meiri stjórnkænsku að stýra ríkisstjórnarsamstarfi við þessar aðstæður en þær sem voru síðustu kjötímabili. Lítið mál að stjórna litlum flokki eins og sást í valdatíð Davíðs Oddssonar. Ekki mikill stjórnandi þar á ferð heldur.

Nú reynir á Geir og Ingibjörgu að stýra þessu farssællega áfram í samstarfi sterkra flokka. Þetta er eins og almennilegt hjónaband bara.


mbl.is Hagsmunum fórnað með veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætti að hafa meiri áhyggjur af því hvernig alþjóðasamfélagið tekur brotum Íslendinga á mannréttindum en því hvort einhverjar örfáar hrefnur verði veiddar.

Jóhann Elíasson, 19.5.2008 kl. 21:35

2 Smámynd: Haraldur Pálsson

Bíddu hvað ertu að rugla eigilega.
Það er gjörsamlega fáránlegt af hvaða þjóðarinnar kvikindi sem er að segja að hvalveiðar séu fáránlegar eða hvað þá tilgangslausar.

Það skal vera alveg á hreinu að hvalir eru stór og mikil dýr, þau þurfa þar að leiðandi að borða fleiri tugi kílóa af fæðu á hverjum degi. Hvað er það sem hvalurinn borðar? Það er allavega ekki súpa og brauð eða hafragrautur. Hvalir borða eitt það dýrmætasta sem finnst hér á þessu landi það sem gert hefur ísland af því sem það er í dag, fiskinn.

Þar að auki er hvalkjöt vel ætilegt og tegundir eins og hrefna virkilega góður matur og eflaust væri hægt að fæða milljónir manna árlega á hvalkjöti sem veitt væri hér, ef þetta bull væri ekki til staðar.

Haraldur Pálsson, 19.5.2008 kl. 21:39

3 identicon

Fyrst ég lagði í að skrifa svona langt comment á annarri síðu læt ég það flakka hér.

Eina viðbótin til þín er að þú vaktir mig til umhugsunar með því að kalla hvalveiðar "þjóðernis-hvalveiðar eru fáránlegar, tilgangslausar, en fyrst og síðast verðlausar."

Gætu ekki óteljandi störf flokkast undir fáranleg og tilgangslaus þegar öllu væri á botninn hvolft ? Gefur það öðrum samt ástæðu til þess að banna fólki að starfa við þau ? Einföld dæmi - myndlistarmenn, pizzasendlar og leikfimikennarar.

En hérna er upprunalega langlokan:

Það er vel hægt að verja þá afstöðu sem þú tekur til málsins - þetta skili svo litlu til þjóðarbúsins að varla sé stætt á að taka áhættuna á að halda áfram veiðum. - Áhættan er að verða fyrir refsiaðgerðum, missa álit og traust á alþjóðavettvangi og fleira í þeim dúr.

Þá erum við að hugsa hlutina útfrá heildinni - og veljum auðveldu lausnina - einhver stór og sterkur vill ekki að sjómenn á Íslandi veiði hval. = Það borgar sig því fyrir aðra Íslendinga að stöðva veiðarnar á hval.

Mótrökin við þessu gætu verið: 

Efnahagslegu rökin - 

Mér skilst að þetta séu einkaaðilar sem sjá um veiðarnar og þeim yrði líklega sjálfhætt ef enginn væri arðurinn af sölu kjötsins. Þetta er herramannsmatur og seldist ágætlega eftir því sem ég best veit (sjálfur hef ég keypt nokkur kíló). Það er engin ástæða til annars en að ætla að salan geti aukist umtalsvert eftir því sem kjötið hlýtur betri kynningu. Hrein markaðssjónarmið ættu ekki að standa í vegi fyrir áframhaldandi veiðum á hval.

Hagsmunir heildarinnar:

Þetta er einfaldlega klassískt dæmi um að vega og meta áhrif gjörða lítils hóps á stærri hóp. Ef mengið sem væri til umræðu einskorðaðist við Ísland væri víst hver niðurstaðan væri - veiða veiða og veiða.

Staðreyndin er hinsvegar sú að fólk úti í hinum stóra heimi hefur áhuga og skoðanir á því hvort hvalir séu veiddir - þeir sem láta hæst í sér heyra eru að langmestu leyti ákaflega andsnúnir veiðum á hvölum. Hræðsluáróðurinn um sniðgöngu á öllum íslenskum útflutningsvarning og fleira í þeim dúr þekkja allir.

Ef við veljum að trúa því að þessir andstæðingar hvalveiða hafi í raun það vald að geta valdið útflutningsgreinunum verulegum búsifjum stendur ein grundvallarspurning eftir sem mér finnst ekki vera nógu mikið gert með í umræðunni.

Hvaða rétt hafa andstæðingar hvalveiðna (burtséð frá því af hvaða rótum þessi andstaða er sprottin) til að skerða atvinnufrelsi íslenskra hvalveiðimanna ?

Ætti ekki að vorkenna fólki sem persónugerir hvali frekar en að óttast það ?

Það er nóg til af hval ætti ekki að veiða hann á meðan svo er ?

Barði Barðason (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband