Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
11.10.2008 | 16:13
Glæsilegt!
Þetta eru góð tíðindi. Það er auðvitað ömurlegt að þurfa að reiða fram þetta fé, en samningsvilja Hollendinga ber að þakka og virða. Eins held ég að þarna hafi sömuleiðis verið dugleg samninganefnd Íslands á ferð.
Er ekki hægt að senda þá til Bretlands og kenna þeim þar einhverja mannasiði?
Ég endurtek frá fyrri færslu; þetta á að auglýsa eins kostur er, Hollendingarnir mæta í gær, og sólarhring síðar er málið leyst. Bretar ráðast á okkur með fúkyrðaflaum og hryðjuverkalögum. Þvílíkir ruddar. Þessu verður að koma á framfæri á alþjóðavettvangi og bretar eiga að skammast til að afsaka sig.
Samkomulag náðist við Holland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2008 | 15:32
In your face Mr. Brown
Svona eiga samskipti að vera.
Hollendingarnir mæta í gær, setjast á fund og nokkrum tímum síðar er niðurstaða svo gott sem komin.
Þetta þarfa að básúna um allt alþjóðasamfélagið. Fautaskapur er ekki leiðin, hr. Brown. Siðaðir menn setjast að samningaborði og hella ekki olíu á eldinni í húsi vinar.
Sé rétt á PR-málum haldið væri hægt að koma málum þannig fyrir að útmála bresku ríkisstjórnina nákvæmlega það sem hún er; brennuvarga.
Mjög vongóður um lausnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 14:12
Sorglegt
Það er ömurlegt að horfa á þetta.
Maður skilur reiðina og óttann. Maður skilur líka að jafnvel að nokkuð augljóst hefði átt að vera að átt var við innlenda og venjulega bankastarfsemi að ræða þegar talað var um að fólk héldi vinnunni sinni, þá var fólk sjálfsagt ekki með öll skilningarvitin opin.
Ef útvegsfyrirtæki væri lokað með þeim hætti að bátaútgerðin sjálf yrði aflögð en til stæði að reka fiskvinnslu áfram, er nokkuð augljóst að sjómennirnir væru að missa vinnuna.
Fólk verður að taka út sína reiði. Þó hún bitni á stjórnmálamönnum er það smámál.
Bankamenn í tilfinningarússi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2008 | 14:19
Moggi hleypur á sig ... eða þýlyndi?
... eða hvernig í ósköpunum getur sá breski misskilið kollega sinn svona hrapalega.
Það er til afrit (transscript) af þessu samtali og það þarf að birta. Það virðist sem Árna hafi ekki tekist að róa Darling (sem var taugaveiklaður vegna ástandsins heima fyrir) og sá síðarnefndi ákveður að hafa orð Seðlabankastjórans fyrir frekara satt. Enda seðlabankastjóri afar skýrmæltur í málinu.
Moggi hefur ekki unnið heimavinnuna nógu vel, þetta átti að liggja fyrir þegar fréttin fór í loftið.
Hins vegar hlýtur að sæta furðu að Árni skuli til í að taka þennan slag fyrir Foringjann. Seðlabankastjórinn er óhæfur, hvað sem þessu máli líður. Hins vegar virðist sem Árni sé til í að taka einhver högg fyrir hann, jafnvel þó það kunni að kosta dýrkeyptar milliríkjadeildur.
Þetta sannar hversu ofboðslega mikilvægt er að menn gæti orða sinna við þessar eldfimu aðstæður. Það gerði Davíð Oddsson svo sannarlega ekki og Árna tókst ekki að bera klæði á vopnin. Það er í raun óhæfa að Árni skuli ekki hafa gengið úr skugga um að enginn misskilningur væri á ferð. Það eru alvarleg afglöp.
Djöfull verður Davíð dýr allur.
Sagði honum að við stæðum við yfirlýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2008 | 13:53
Skoðum transcript
Klárt mál að til er af þessu samtali trans-script. Hægt að fá botn í þetta mál og sennilega eru heimildir Fréttablaðsins þaðan komnar.
Árni hlýtur að afneita þessu ef kostur er. Að vísu falla þá öll vötn að Svörtu-Loftum og spurning hvort Árni sé til í þann slag.
Að minnsta kosti er klárt að ef Árni hefur valdið þessu þá verður hann að segja af sér. Ef Árni sagði þetta ekki og málið er rakið til Davíðs, verður hann að segja af sér.
Samtal við Árna réð úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 15:12
Gott save, Geir
Hver voru þá þessi "íslensku stjórnvöld" sem tjáðu Darling að við ætluðum ekki að standa við skuldbindingar.
Það þarf að kanna. Ekki var það Geir.
Hver?
Eignir standi undir Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 11:34
Ætli Björn viti af þessu ...
... sbr. þetta af heimasíðu hans frá í gær:
Af öllu því, sem sagt hefur verið hér undanfarna daga í tengslum við hamfarirnar í fjármálaheiminum, eru yfirlýsingarnar um, að Ísland hefði verið betur sett innan Evrópusambandsins eða þessi vandræði sýndu, að Ísland yrði betur sett innan sambandsins, hinar einkennilegustu. Enginn fótur er fyrir þessum yfirlýsingum, þegar litið er til þess, sem er að gerast innan ESB þessa dagana. Þar koma menn sér ekki saman um nein sameiginleg viðbrögð heldur tekur hvert ríki ákvörðun með eigin hagsmuni í huga og sætir ámæli, ef eitthvað er gert, sem getur skapa öðrum vanda, eins og Írar máttu reyna, eftir ríkisstjórn þeirra ákvað að tryggja innistæður í bönkum. Síðan hafa fleiri ESB-ríki siglt í kjölfarið, nauðug, viljug. Sannast enn vegna þessa, að enginn er annars bróðir í leik, þegar hagsmunir af þessum toga eru í húfi.
Að öllu athuguðu ættu atburðir síðustu daga að kalla á skýrari og sterkari rök frá þeim, sem vilja Ísland í ESB, frekar en látið sé á þann veg, að nýta eigi núverandi ástand til að knýja á um nýja stefnu gagnvart ESB.
Það vekur furðu hvað þessu risastóru ríki eru fljót til að bregðast við mun minna alvarlegu ástandi en því sem hér ríkir.
Vaxtalækkanir víða um heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 09:16
Takk Geir, takk Davíð
okkur verður úthýst ur samfélagi þjóðanna sem eymingjum sem ekki er treystandi.
Getum svo hokrað hér á þessari djöflaeyju, í krullóttri sjálfsánægju yfir að standa ekki við skuldbindingar.
Þvílík arfleið.
Það leit þannig út um hríð að Kaupþing myndi hafa þetta af. Nú verður sjálfsagt algjört "run" á bankann. Það verður auðvitað að þakka fyrir það líka.
Brown hótar aðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.10.2008 | 21:19
Bankastjórnin hefði átt að láta Ingimund mæta
Það var nauðsynlegt að talsmaður Seðlabankans léti sjá sig í viðtali sem þessu. Hins vegar hefði talsmaðurinn átt að vera Ingimundur Friðriksson, ekki Davíð Oddson. Á þessum tímum þarfnast þjóðin þess að öldur séu lægðar, ekki ýfðar. Ég átta mig á að sumir sjá beinlínis ljósið þegar Davíð birtist þeim, en þeir eru fleir sem hafa megnustu vantrú á manninum.
Hefði Davíð gengið það til að taka þátt í því að róa ástandið á Íslandi, hefði bankarstjórn SÍ sent annan talsmann. Það var hins vegar ekki tilgangur viðtalsins, fjarri lagi.
Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.10.2008 | 20:28
og það tók Davíð 3 sek að móðga þá
Mér var kennt að þakka fyrir mig þegar vel væri við mig gert. Jafnvel þó mig langaði í meira, væri það sjálfsögð kurteisi að þakka fallega.
Var að hugsa um þetta þegar ég sá Davíð flissa yfir því að Stoltenberg tilkynnti um rausnarlegt lán til okkar. Fannst þetta greinilega lítið og hallærislegt, allt annað lánið sem hann er sjálfur að græja frá Rússlandi ... ef það tekst fyrir brussuganginum. Við getum reyndar bundið vonir við að Rússar eru vanir að hantera bosmamiklar babúskur og hafa sjálfsagt þolinmæði fyrir ýmsu.
"krossa fingur"
Norðmenn fylgjast grannt með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Af mbl.is
Innlent
- Megum búast við rigningu, slyddu eða snjókomu
- Ökumaður undir áhrifum lenti í umferðaróhappi
- Brýtur upp ásýnd miðbæjarins
- Flokkur fólksins fær ekki styrk í ár
- Andlát: Hrafnhildur Guðfinna Thoroddsen
- Búseti kærir Reykjavíkurborg
- Bjóða börnum og ungmennum frítt í sund
- Ég hef verið kjaftaskur mikill
- Sjö með þriðja vinning í EuroJackpot
- Eldur kom upp í ruslagámi í Skeifunni
Erlent
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trump vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
- Sársauki okkar er nístandi
- Ákvörðun Trumps veldur titringi
- Viljum hvorki vera Danir né Bandaríkjamenn
- Tollahótanir Trumps vekja urg
- Mikill vindur gæti leitt til fleiri elda
- Viðurkennir ábyrgð og segir af sér