Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
4.10.2008 | 22:26
Sá á lykt sem fyrst finnur ...
Vertu ekki að þessu tuði Davíð.
Þetta var smjörklípa hjá þér - tvöföld meira að segaj. Annars vegar övæntingarfull tilraun til að kasta ryki (enn einu sinni) í augu fólks (og tókst að nokkru leyti) til að litið yrði fram hjá forugri slóðinni í Seðlabankanum. Hins vegar reynir hann að gefa til kynna að einhver (væntanlega) ráðherra hafi lekið þessu. En það hittir Flokkinn illa fyrir, því enda þótt vafalítið hafi Davíð þarna reynt að reka enn einn fleyginn í ríkisstjórnarsamstarfið með því að dylgja svona, og hollir flokksmenn horfi þá til Samfó sem lekans, þá lemur hann enn á Geir með því að ýja að því að Geir hafi nú ekki sömu tökin á ríkisstjórninni og hann sjálfur, ónei.
Ég hef skömm á þessum manni. Ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum.
Davíð: Trúnaðarbrestur kom á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 11:55
Út með jólaköttinn
Það besta við þessa hugmynd er auðvitað augljóst brotthvarf Davíðs úr stóli seðlabankastjóra.
Þjóðstjórn er jú þannig samsett að allir flokkar koma þar að og vonandi með fagmenn um stýrið. Davíð er ekki fagmaður og sénsinn að hann fái að sitja áfram í skjóli allra flokka.
Davíð Oddson PEREAT!!!!
Ég er ekki "atvinnumótmælandi" eins og það heitir víst, né hef ég yfirleitt tekið þátt í slíkum aðgerðum. (Nema í Flatey í fyrra, sjá fyrri færslur) en ég myndi mæta í þessa aðgerð.
Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 14:11
óbilandi trú ...
... greiningadeilda á eigin hæfi er aðdáunarverð í sjálfu sér. Nú man ég reyndar ekki hverju Kaupþing spáði um gengisþróunina á þessu ári, en er vel í minni að Glitnir spáði að hámarkinu, 130 yrði náð undir lok árs. Ojæja.
Ég held í alvörunni að menn ættu að láta vera að spá fyrir um gengi krónunnar.
Nú er fjórði ársfjórðungurinn að hefjast (í dag) og snillingarnir eru búnir að átta sig á að gengið nái hæstu hæðum á þeim fjórðungi. Eru ekki örugglega veitt einhver verðlaun fyrir svona?
Krónan á enn eftir að veikjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)