Leita í fréttum mbl.is

Takk Geir, takk Davíð

okkur verður úthýst ur samfélagi þjóðanna sem eymingjum sem ekki er treystandi.

Getum svo hokrað hér á þessari djöflaeyju, í krullóttri sjálfsánægju yfir að standa ekki við skuldbindingar.

Þvílík arfleið.

Það leit þannig út um hríð að Kaupþing myndi hafa þetta af. Nú verður sjálfsagt algjört "run" á bankann. Það verður auðvitað að þakka fyrir það líka.

 


mbl.is Brown hótar aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir hvað ertu að þakka í hæðnistón? Gleymdu því ekki að það voru Davíð og Geir sem  (þegar Davíð var forsætisráðherra og Geir ráðherra fjármála) greiddu niður allar skuldir þjóðarbúsins. Vegna þeirra gjörða er jafnvel líklegt að landið komist útúr þessum hremmingum. Gleymdu því ekki heldur að það voru ekki Davíð og Geir sem stóðu fyrir útrásinni. Það voru aðrir menn sem gerðu það. Þú ættir frekar að þakka úitrásarvíkingunum fyrir þig.

Björn (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 09:31

2 Smámynd: Anna Sigrún Baldursdóttir

Fyrirgefðu meðan ég hnerra ... duftið við fótskör Foringjans fór eitthvað illa með mig.

Anna Sigrún Baldursdóttir, 8.10.2008 kl. 09:51

3 identicon

Björn, það var einmitt á þeirra vakt sem íslenska ríkið ákvað að ábyrgjast inneignir fólks í Icebank. Þeir bera fulla ábyrgð á þessum samningum sem þeir vilja nú svíkja. Nú get ég aðeins vonað að þessar fréttir séu ekki á rökum reistar, annars mun Ísland verði rúið trausti til langs tíma. Væri ekki réttara að taka þessi lán frá Norðurlöndunum sem okkur hafa boðist ef okkur skortir fé til að standa við skuldbindingar okkar, í stað þess að gerast einhverjir útlagar með svona fáránlegu athæfi?

Jón (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 09:53

4 identicon

voðalega eru anna og jón eitthvað einföld, þetta er hárrétt hjá þér Björn, það er alveg deginum ljósara hvað er í gangi með icesave og edge, það er verið að selja þetta og ég spái því að í þessari viku og jafnvel í dag verði fréttatilkynning um að einhver breskur banki sé búin að kaupa þessi fyrirtæki/innistæðureikninga.

Brjánn (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 10:12

5 Smámynd: Anna Sigrún Baldursdóttir

Sælir eru einfaldir

Anna Sigrún Baldursdóttir, 8.10.2008 kl. 10:29

6 Smámynd: Anna Sigrún Baldursdóttir

Brjánn, ég vona að þetta sé rétt hjá þér. Ég gengst alveg við einfeldningskapnum ef svo er. En hvaða þýðingu hefur það fyrir samskipti Breta og Íslendinga. Við virðumst augljóslega engu að síður vera komin í hóp aumingja í augum Breta.

Breyta hugsanleg kaup sjóðanna einhverju um það? Hvernig metur þú þá stöðu Brjánn? (Ég spyr í alvöru, ekki í neinum skætingi, sem mér er annars stundum aðeins of tamur.=

Anna Sigrún Baldursdóttir, 8.10.2008 kl. 10:35

7 Smámynd: Ásthildur Gunnarsdóttir

Hvað í fjandanum er fólk alltaf að tala um Icebank í þessu samhengi, en hann kemur málinu ekkert við. Þetta heita Icesave-reikningar og eru á vegum Landsbankans. Icebank er allt annar handleggur, en hann leggur áherslu á heildsölu- og fjárfestingarbankastarfsemi gagnvart sparisjóðum, innlendum sem erlendum fjármálafyrirtækjum og öðrum stærri aðilum.

Icesave og Icebank er EKKI sami hluturinn! Get your facts right mr. Jón og fleiri sem að virðast ekki geta greint þetta tvennt í sundur.

Geir og Davíð bera sko ekki mestu ábyrgðina í þessu máli, þeir komu frjálshyggjunni vissulega af stað en það voru aðrir menn sem að misnotuðu þetta frelsi (áhættufjárfestar sem að hafa stjórnað stóru viðskiptabönkunum og öðrum fjárfestingarfyrirtækjum síðustu ár og þegið himinhá laun fyrir).

Ásthildur Gunnarsdóttir, 8.10.2008 kl. 13:17

8 Smámynd: Anna Sigrún Baldursdóttir

Átti þessi athugasemd að birtast hér Ásthildur?

Icebank er ekki nefndur.

Sú fullyrðing að Íslendingar muni ekki standa við skuldbindingar sínar er tilefni þessarar færslu og sú staðhæfing Brown og Darling að íslensk stjórnvöld fullyrði það. Ekki var minnst á það hverjir hleyptu hundunum út.

Anna Sigrún Baldursdóttir, 8.10.2008 kl. 13:50

9 Smámynd: Ásthildur Gunnarsdóttir

Jebb, þetta átti að birtast hér og er svar við athugasemd en ekki bloggfærslunni sjálfri. Hér er athugasemt Jóns þar sem hann getur varla átt við annað en Icesave (en ruglast og setur inn Icebank, sem kemur þessu ekkert við) sem þetta snýst allt saman um:

Björn, það var einmitt á þeirra vakt sem íslenska ríkið ákvað að ábyrgjast inneignir fólks í Icebank. Þeir bera fulla ábyrgð á þessum samningum sem þeir vilja nú svíkja. Nú get ég aðeins vonað að þessar fréttir séu ekki á rökum reistar, annars mun Ísland verði rúið trausti til langs tíma. Væri ekki réttara að taka þessi lán frá Norðurlöndunum sem okkur hafa boðist ef okkur skortir fé til að standa við skuldbindingar okkar, í stað þess að gerast einhverjir útlagar með svona fáránlegu athæfi?

Jón (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 09:53

Ásthildur Gunnarsdóttir, 8.10.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband