7.10.2008 | 21:19
Bankastjórnin hefði átt að láta Ingimund mæta
Það var nauðsynlegt að talsmaður Seðlabankans léti sjá sig í viðtali sem þessu. Hins vegar hefði talsmaðurinn átt að vera Ingimundur Friðriksson, ekki Davíð Oddson. Á þessum tímum þarfnast þjóðin þess að öldur séu lægðar, ekki ýfðar. Ég átta mig á að sumir sjá beinlínis ljósið þegar Davíð birtist þeim, en þeir eru fleir sem hafa megnustu vantrú á manninum.
Hefði Davíð gengið það til að taka þátt í því að róa ástandið á Íslandi, hefði bankarstjórn SÍ sent annan talsmann. Það var hins vegar ekki tilgangur viðtalsins, fjarri lagi.
Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann sagði heilmargt, en fyrst og fremst rakkaði hann niður aðila sem eru búnir að tapa öllu sínu. Hann virtist ekki skilja að það var ekki lækkun á lánshæfismati Glitnis sem setti allt af stað. Það var lækkun á lánshæfismati ríkisins. Lækkunin á lánshæfismati Landsbankans og Kaupþings var vegna þess að lánshæfismat ríkisins lækkaði. Hann skyldi þetta ekki, sem er mjög alvarlegur hlutur. Er hægt að gera eitthvað til að bjarga þjóðinni frá þessum manni?
Marinó G. Njálsson, 7.10.2008 kl. 21:34
Ekki bara alvarlegt Marinó, eins og þú bendir réttilega á, heldur beinlínis stórskaðlegt.
Anna Sigrún Baldursdóttir, 7.10.2008 kl. 21:41
Það má ekki gleyma því að það er ekki starf seðlabanka stjóra að dæma um hver var með óreyðu, bera í bætifláka fyrir hvernig komið er, segjast ekki hafa haft trú ... bla bla bla. Sagði Bernenke í USA eitthvað um hvernig AIG var rekið? Nei. Hefur þýska bankastjórnin rætt Hypo banka málin? NEI.
Ég hef nú ekki lesið hvað Íslenski seðlabankinn hefur sem starfssvið, reiknaði með að það væri eitthvað nærri því sem ameríski eða þýski seðlabankinn. þvílíkt rugl.
tími til þess að Davíð fari heim!!
Jón (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 01:55
Það voru margir sem fylgdu Hitler fram í rauðan dauðann.
Svíarnir eru núna að reyna að redda Kaupþingi
http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=3130&a=837488
Ragnar (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 06:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.