23.8.2008 | 00:43
Hvort viltu hund eða hund ...
Fyrsti skóladagur Filippíu dóttur minnar rann loksins loksins loksins upp í dag. Aldrei þessu vant var litla svefnpurkan fljót á fætur og mætt í hafragrautinn áður en maður náði að snara honum á borðið. Við vorum aðeins búnar að ræða mikilvægi skólagöngunnar og lærdóms um daginn. Ég spurði hana hvort hún teldi mikilvægara að læra að reikna eða lesa. Hún horfði bara á mig með nettum hneykslunarsvip og sagði; mamma, þetta er eins og að spyrja mig hvort ég vilji hund eða hund!
Við gengum í skólann. Ég sagði að það væri nú sniðugt að æfa sig í umferðarreglunum. Filippía taldi sig ekki þurfa þess. Hún væri búin að læra þær og búin að líma þær í heilann. "Ha" sagði ég. "Já", svaraði sú stutta "ef ég læri eitthvað þá bara límist það í heilann og dettur ekkert af".
Ég leyfi mér, svona í upphafi skólagöngunnar, að vonast til að þetta lím endist.
Af mbl.is
Fólk
- Afturhvarf til draumkenndra æskuhugmynda
- Nær óþekkjanleg á nýrri mynd
- Á von á fjórða barninu á sjö árum
- Andrés prins og Sara Ferguson saman við útför Katrínar
- Skilin þremur árum eftir framhjáhaldshneykslið
- Þrefaldur Íslandsfrumflutningur
- 12 barna faðir opnar sig
- Saoirse Ronan orðin móðir
- Kalla eftir upplýsingum um verk eftir Ísleif
- Redford: Fimm af þeim vinsælustu
Íþróttir
- Mourinho: Hvaða þjálfari segir nei?
- Samur við sig í Sviss
- Við ætlum að svara fyrir þetta
- Ótrúleg dramatík í deildabikarnum
- Þetta var alveg lygilegt
- Það verður sko alls ekki flókið
- Ekkert spurt að því í fótbolta hvað er sanngjarnt
- Ráðinn þjálfari KR
- Kom inn á og skoraði tvennu
- Kane fór illa með Chelsea stórsigur PSG
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.