Leita í fréttum mbl.is

London - Baglioni

Tilgangur: skemmtiferð

Ferðafélagar: maki

Árstíð: vor

Hotel Baglioni London er eitt fárra Baglioni hótela utan Ítalíu, þar sem keðjan rekur nokkur hótel. Þetta hótel er ágætlega staðsett, við Hyde Park og rétt hjá Royal Albert Hall.

Hér er um að ræða boutique-hótel, með svolítið ensku ívafi, t.d. "butler-service" sem við nýttum okkur nú raunar ekki. Þetta er ekki stórt hótel en notalegt.

Sameiginleg rými: Anddyrið er lítið en mikið lagt í hönnun og þjónustan í móttökunni er afar fagleg. Við hliðina eða í raun í rými inn af móttökunni er ansi flottur bar og afbragðs veitingastaður. Þar er morgunmaturinn borinn fram. Önnur rými eru í raun bara gangar sem eru miklir ranghalar eins og búast má við í húsi af þessari tegund.

Herbergi: við gistum í junior-suite sem er rúmgóð og falleg. Herbergið snéri að Hyde-Park og þannig má kannski segja að útsýni hafi verið yfir garðinn en það var nú reyndar ekki, þar sem tréin eru svo svakalega há og byrgðu sýn, jafnvel þó við værum á 5 hæð. Stórt og flott rúm, sófasett, arinn og auðvitað sjónvarp - allt af góðum gæðum og sæmandi fimm stjörnu hóteli. Svart parket á gólfum og bólstraðir veggir. Sérstaklega var baðherbergið flott, þó það væri ekki stórt - t.d. vaskar úr kopar. Aðall þessa hótels er´þó sennilega kvöldþjónustan; vatn á náttborði, kertaljós, tónlist og falleg næturlýsing.

Morgunmaturinn er alveg ágætur en fremur dýr. Veitingastaðurinn er afbragð og óhætt að mæla með honum.

Annað sniðugt sem þetta hótel býður upp á er afnot af ítölskum (nema hvað) sportbíl, Mazerati. Við nýttum okkur það ekki, en gæti verið gaman.

Niðurstaða; flott hótel, lítið og notalegt. Heldur dýrt. M.a.s. fyrir fall krónunar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband