Leita í fréttum mbl.is

Hvort viltu hund eða hund ...

Fyrsti skóladagur Filippíu dóttur minnar rann loksins loksins loksins upp í dag. Aldrei þessu vant var litla svefnpurkan fljót á fætur og mætt í hafragrautinn áður en maður náði að snara honum á borðið. Við vorum aðeins búnar að ræða mikilvægi skólagöngunnar og lærdóms um daginn. Ég spurði hana hvort hún teldi mikilvægara að læra að reikna eða lesa. Hún horfði bara á mig með nettum hneykslunarsvip og sagði; mamma, þetta er eins og að spyrja mig hvort ég vilji hund eða hund!

Við gengum í skólann. Ég sagði að það væri nú sniðugt að æfa sig í umferðarreglunum. Filippía taldi sig ekki þurfa þess. Hún væri búin að læra þær og búin að líma þær í heilann. "Ha" sagði ég. "Já", svaraði sú stutta "ef ég læri eitthvað þá bara límist það í heilann og dettur ekkert af".

Ég leyfi mér, svona í upphafi skólagöngunnar, að vonast til að þetta lím endist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband