28.7.2008 | 09:50
Hmmm ...
Nú skal ég ekkert efast um kvalir konunnar, best að halda því til haga.
Hins vegar tók ég eftir þessari frétt í gærmorgun og miðað við tímasetninguna þá hefur konan með þessu móti komist til Reykjavíkur milli kl 13 og 14 (gæti verið milli 12 og 13). Hefði konan tekið flóabátinn Baldur hefði hún verið komin í Stykkishólm - þar sem er sjúkarhús - kl. 14.30 eða svo.
Þarna var sumsé kölluð út þyrla vegna ástands sem ekki var brátt og hefði mátt leysa með öðrum en fullnægjandi hætti tæpum 2 klst. síðar.
Hér vantar einhverjar upplýsingar.
Fékk tjaldsúlu í augað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af mbl.is
Innlent
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
- Dæmdur fyrir kynferðislegt nudd á stjúpdóttur
- Viðræður í Karphúsinu ganga misvel
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
- Svona verður verkfall lækna á Akureyri
- Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn systur sinni
- Einn fluttur á slysadeild: Miklar umferðartafir
- Myndir: Náttúrulegur þröskuldur að taka við
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
- Yfir 300 stæði fóru undir hraun
Athugasemdir
Það er greinilegt að læknar á Reykjavíkursvæðinu eru betur í stakk búnir til að fjarlægja aðskotahluti úr augum einsog td. tjald sem skorðað hefur sig fast í augnkrókunum.
Vonum nú að hún nái sér að fullu.
Stefán Þór Steindórsson, 28.7.2008 kl. 10:47
það eru engir augnlæknar í Stykkishólmi!
Valgerður (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 13:47
Hana vantaði nú ekki að komast til augnlæknis með þessum hraði - slíkur var í Flatey og hafði metið stöðuna svo að hún þyrfti ekki þá þjónustu strax.
Hún hefði getað fengið verkjastillingu, sem skv. fréttinni var ástæða þyrlunnar, og svo haldið landleiðina til Reykjavíkur og hitt augnlækni um kl 18.
Anna Sigrún Baldursdóttir, 28.7.2008 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.