Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
30.9.2008 | 16:21
ha!
Maður er svo yfir sig af öllum fréttum af Glitnis-björgun og kaupahéðnum að þegar ég renndi yfir "helstið" og sá þessa fyrirsögn hugsaði ég; ha, ekki sagði Jón Ásgeir þetta. Hann væri bara svona yfirkominn af þakklaæti til okkar skattgreiðenda að baila hann út úr ruglinu. En neiónei. hehehe.
En að fréttinni sjálfri ... maður óskar bara lögreglustjóranum fyrrverandi og embættinu velfarnaðar.
Djúpt snortinn og þakklátur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2008 | 11:12
Nálykt ...
er engum nema mér svolítið ómótt yfir því hvað hinir velgreiddur feðgar renna fljótt á nályktina? Æi bara. Einhverjar þreifingar virðast hafa verið milli þessara banka fyrir þessa rússíbanaferð en Landsbankamenn hoppa frá borði þegar ljóst er að Glitnir er að sökkva. Svo sem skiljanlegt. En þeir eru fljótir niður í fjöru þegar flakinu skolar á land ...
Að því sögðu þá vona ég að þetta gangi eftir og við skattgreiðendur/hluthafar berum ekki skarðan hlut frá borði. Enn og aftur.
Landsbankamenn ræddu við Geir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2008 | 15:45
Öh, já, þetta er óvenjulegt
Vissulega eru orð Jóhanns óvenjuleg. Það er ekki það sama og þau séu röng.
Menn ættu etv að líta í eigin barm.
Stóryrði og hrakspár Jóhanns óvenjulegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2008 | 12:00
Life of Illugi
Ég verð nú aðeins að dást að Illuga fyrir þrautseigjuna. Það er alveg sama hvað þessir kallar þarna í Brussel segja, Illugi hefur rétt á því að hafa rétt fyrir sér - líka þegar hann hefur rangt fyrir sér.
Minnir ótrúlega mikið á þetta skets úr "Life of Brian"
http://www.youtube.com/watch?v=sFBOQzSk14c
Útilokað að taka upp evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2008 | 15:51
Heilagar kýr?
Þetta eru ótrúlega ofstopafull viðbrögð sérsveitarmanna. Það veldur áhyggjum í sjálfu sér en á kannski ekki að koma á óvart?
Hér er var maður að velta upp nokkru sem svo sannarlega hefur verið í umræðunni og í stað þess að koma yfirvegað fram og skýra nauðsyn starfseminnar (að því leyti sem það er hægt) og rökstyðja hvers vegna hún er mikilvægari en almenn löggæsla á aðhaldstímum, rjúka menn til og kljúfa félagið.
Ekki traustvekjandi
Fimm hafa sagt sig úr Lögreglufélaginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2008 | 21:13
Maður margra orða
Æi.
Þetta er maðurinn sem stýrir Seðlabankanum.
Maðurinn sem stýrði þjóðarskútunni í þetta fárvirði.
Eini kosturinn við þetta viðtal varað það var eitthvurt fararsnið á karli.
Alveg komið nóg. Mikið meira en nóg.
Láttu okkur vera.
Davíð segir að krónan muni ná sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2008 | 09:31
Klassík
Þessi deila ríkisins við ljósmæður virðist ætla að kristalla kvennabaráttu síðustu áratugi með ljósari hætti en mann óraði fyrir. Held að þetta verði klassík, ekkert minna.
Hér er á ferðinni hrein kvennastétt - sem langflestir hafa samúð með og styðja í sinni baráttu - en þær rekast á vegg, sem enginn kannast við að hafa búið til. Ég er ekki viss um að sanngjarnt sé að stilla Árna Matthiesen upp sem vonda kallinum, ja eða bara kallinum. Hann er hins vegar í þeirri stöðu að verða holdgervingur veggsins. Svona til að halda því til haga þá veit ég að árferðið til kjarabaráttu er erfitt og allt það. Hef reyndar nokkuð djúpa samúð með því viðhorfi. En ég skil ljósmæður að láta sér fátt um það finnast. Ekki varð góðærið til að vinna með þeim.
Þetta svolítið eins og það sem margar konur kannast við, ábyrgð þeirra á börnum og heimilishaldi er í flestum tilfellum mun meiri en karla, og vilji þær breyta því rekast þær á vegg, sem enginn kannast við að hafa búið til. Til að bifa veggnum þarf mikið átak og ef árangur er ekki fyrirsjáanlegur er það oft mat kvenna að betra sé að láta kyrrt liggja, enda miklir hagsmunir (barna) í húfi.
Staða ljósmæðra er nokkuð sterkari. Það vill svo til að þó þær séu menntaðar til starfa í þjónustu við verðandi mæður og fjölskyldur þeirra, eru það ekki þær sem bera ábyrgð á að sú þjónusta sé veitt. Það hlutverk hefur ríkið tekið að sér. Þær ættu því ekki að hræðast mögulegt árangursleysi aðgerða sinna og afleiðingar á skjólstæðingana. Auðvitað gera þær það engu að síður, eins og neyðarsími sem þær halda úti ber vott um. Það er reyndar kapítuli út af fyrir sig að Ljósmæðrafélagið skuli halda slíkri þjónustu úti, auðvitað ætti sú þjónusta að vera á annarra höndum. Ber auðvitað þessari glæsilegu stétt kvenna gott vitni.
Ég held ég segi bara: áfram stelpur - myljið þettan bévítans vegg
Enda erum við hörkutól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2008 | 15:56
Pólitískt þor
Ég er mjög fylgjandi þessum nýju lögum um Sjúkratryggingar og nenni reyndar ekki að fara yfir hvers vegna. Gæti birt eldgamlar Kremlar-færslur því til stuðnings og geri það kannski bara. Ég skrifaði einhver ósköp um fornaldalega fjármögnun heilbrigðiskerfisins og hvernig hún er starfseminni fjötur um fót. Það var löngu áður en ég svo fann það á eigin skinni, í núverandi starfi, hversu föst fjárlög eru ótrúlega óheppileg leið til að reka heilbrigðisstofnanir..
En ég fylgdist með umræðunum um frumvarpið sem ég hef beðið eftir í 10 ár og mikið hrikalega varþetta eitthvað dapurt á að horfa. Sér i lagi fannst mér vaðallinn í VG leiðinlegur. Rangfærslur verða ekkert réttari þó þær séu endurteknar. Stundum setja VG upp kynjagleraugun til að skoða málin. Nú held ég að þau hafi sett upp kjánagleraugun. Þau töluðu um eitthvað allt annað frumvarp en fyrir þinginu liggur.
Fjarvera heilbrigðisráðherra frá umræðunni var nokkuð áberandi. Í aðra röndina getur maður skilið að hann nenni ekki að sitja undir þessu. Auk þess er formaður heilbrigðisnefndar vafalaust mun betur í stakk búin til að taka þessa umræðu, enda innsýn og faglegir yfirburðir augljósir.
Það sem er allra markverðast í þessu að mínu mati, er að nú mun ekki einungis fjármagnið fylgja sjúklingnum, heldur er hin pólitíska ábyrgð augljós og gegnsæ. Áður hafa menn geta falið sig bak við sérfræðingaveldið og sagt; hér er aurinn, nú er það ykkar að spila úr þeim. Það verður alls ekki eins auðvelt undir þessu fyrirkomulagi. Það kallar á mikla umræðu og samráð um hvernig fjármunum skuli varið og það verða allir að taka þátt - almenningur, fagfólk og stjórnmálamenn.
Það er mín skoðun að með þessu frumvarpi séu stjórnmálamenn ekki lengur í "stikk". Að aflétta því er pólitískt þor.
Samþykktar sjúkratryggingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2008 | 22:27
Hér erum við að sjá dæmi um það ...
... að í Breiðavík var þessum piltum ekki kennt nógu mikið um kurteisi og stjórnsýsluhætti.
Svakalegt alveg, ekki skrítið að Geir sé móðgaður.
Vonbrigði að fá ekki nauðsynlegt svigrúm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)