Leita í fréttum mbl.is

Klassík

Þessi deila ríkisins við ljósmæður virðist ætla að kristalla kvennabaráttu síðustu áratugi með ljósari hætti en mann óraði fyrir. Held að þetta verði klassík, ekkert minna.

Hér er á ferðinni hrein kvennastétt - sem langflestir hafa samúð með og styðja í sinni baráttu - en þær rekast á vegg, sem enginn kannast við að hafa búið til. Ég er ekki viss um að sanngjarnt sé að stilla Árna Matthiesen upp sem vonda kallinum, ja eða bara kallinum. Hann er hins vegar í þeirri stöðu að verða holdgervingur veggsins. Svona til að halda því til haga þá veit ég að árferðið til kjarabaráttu er erfitt og allt það. Hef reyndar nokkuð djúpa samúð með því viðhorfi. En ég skil ljósmæður að láta sér fátt um það finnast. Ekki varð góðærið til að vinna með þeim.

Þetta svolítið eins og það sem margar konur kannast við, ábyrgð þeirra á börnum og heimilishaldi er í flestum tilfellum mun meiri en karla, og vilji þær breyta því rekast þær á vegg, sem enginn kannast við að hafa búið til. Til að bifa veggnum þarf mikið átak og ef árangur er ekki fyrirsjáanlegur er það oft mat kvenna að betra sé að láta kyrrt liggja, enda miklir hagsmunir (barna) í húfi.

Staða ljósmæðra er nokkuð sterkari. Það vill svo til að þó þær séu menntaðar til starfa í þjónustu við verðandi mæður og fjölskyldur þeirra, eru það ekki þær sem bera ábyrgð á að sú þjónusta sé veitt. Það hlutverk hefur ríkið tekið að sér. Þær ættu því ekki að hræðast mögulegt árangursleysi aðgerða sinna og afleiðingar á skjólstæðingana. Auðvitað gera þær það engu að síður, eins og neyðarsími sem þær halda úti ber vott um. Það er reyndar kapítuli út af fyrir sig að Ljósmæðrafélagið skuli halda slíkri þjónustu úti, auðvitað ætti sú þjónusta að vera á annarra höndum.  Ber auðvitað þessari glæsilegu stétt kvenna gott vitni.

Ég held ég segi bara: áfram stelpur - myljið þettan bévítans vegg


mbl.is „Enda erum við hörkutól“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband