Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
28.9.2007 | 12:17
Manneklan er mýta!
Má til með að endurbirta þennan pistil í tilefni umræðunnar.
Ég held ég sé búin að leysa mannekluvandann á Landpítala-Háskólasjúkrahúsi. Eða þannig. Allavega er ég með nýjan vinkil á málið.Þessi tími árs er reyndar þannig að umræðan um manneklu á heilbrigðisstofnunum er hávær. Eðlilega. Miðað við hvað heyrst hefur og reyndar líka það sem rannsakað hefur verið snýst vandinn ekki endilega um laun heilbrigðisstétta. Vinnuálagið er númer eitt, vinnuaðstæður númer tvö (þetta tvennt helst reyndar fast í hendur í hjúkrun) og launin koma svo þar á eftir eða janfvel síðar á listanum. Lausnin fyrir LSH er því ekki að hækka laun hjúkrunarfræðinga heldur fjölga þeim. Reyndar væri sterkur leikur að hækka launin líka, svona til að halda þeim sem enn eru í starfi og lokka til baka nýja. Mín tillaga er því þessi: fjölgum stöðugildum hjúkrunarfræðinga um 100 og hækkum laun þeirra allra um 10%.Ég sé fyrir mér að einhver hafi fengið nett flog við þetta og spurji "hvar á að fást peningur í þetta"!!!!! Sá hinn sami getur róað sig, ég held þetta kosti nú ekki svo mikið. 100 milljónir eða svo. "getur ekki verið" æpir hann. Jú víst.Samkvæmt Félagi Íslenskra Hjúkrunarfræðinga eru meðallaun hjúkrunarfræðinga ríflega 450 þúsund á mánuði. Þá erum við að tala um heildarlaun allra, vaktaálag, yfirvinnu og svo framvegis. Þar sem hlutfall yfirmanna er minna á LSH drögum við 10% frá. Þá er launakostnaður LSH (með launatengdum gjöldum) ríflega 6,5 milljarðar. Bætum 100 stöðugildum við og það er kostnaður upp á ríflega 500 milljarða á ári. Hækkum síðan laun allra um 10% og þá er heildarlaunakostnaður LSH vegna hjúkrunarfræðinga rétt ríflega 7,6 milljarðar. "semsé, þetta kostar ekki hundrað milljónir heldur þúsund milljónir og gott betur!"Neinei.Mannekluvandinn á LSH hefur verið leystur með yfirvinnu starfsmanna. Það kostar miiikið. Segjum að hver hjúkrunarfræðingur á LSH taki 2 aukavaktir í mánuði. Hvað kostar það? ... jú ...1.000.000.000 kr!Niðurstaðan er því sú að þessi aðgerð myndi kosta hundrað milljón kall. Jebbs."ókei, hvar ætlar þú að finna þessa hjúkrunarfræðinga"Ja, það eru um 600 hjúkrunarfræðingar í landinu sem ekki starfa við hjúkrun. Margir þeirra eru þar að auki fyrrum starfsmenn LSH sem flúið hafa álag og aðstæður (og laun). Nú fjölgum við því stöðugildunum, álagið minnkar, aðstæður lagast og launin hækka.Fyrir litlar 100 milljónir.Ég hugsa að ég hringi í Árna Matt, Guðlaug Þór og Önnu Stef á morgun.
Ólíðandi mismunun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2007 | 09:26
Já!
Stjórnin tekin af Alfreð Þorsteinssyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2007 | 11:53
Skipafréttir
Eru það fleiri en ég sem eru farnir að heyra suð þegar kemur að fréttum úr fjármálageiranum? Ég ætla ekkert að draga úr mikilvægi þessara frétta eða augljósu mikilvægi velgengi fjármálafyrirtækja fyrir þjóðarbúið. Neinei. Þetta er allt mjög mikilvægt og fyrir suma sérdeilis merkilegt.
En mikið svakalega er þetta þreytandi. Minnir mann á hádegisfréttirnar hér í den þegar það var helgistund við upplestur aflafrétta, að maður nefni nú ekki veðurfréttir. Það var sko ekkert hverjir voru hvar neitt, heldur hverjir lönduð hvar og hverju. Fimm eða tíu vindstig á Stórhöfða. En maður sat bara og át sína ýsu með kartöflum og heyrði suð.
Á sama hátt og nú er skylduáskrift að nærbuxnableiku Viðskiptablaðinu var nauðsynlegt að lesa Fiskifréttir - allar 4 síðurnar. Og á sama hátt og að það var goðgá að láta sig nýjustu aflatölur Bjarna Ben litlu varða þá eru það nánast helgispjöll að vita ekki stöðuna á ICEX á hverjum degi, klukkustund ja eða helst mínútu. Nú sit ég bara og borða mín grænmetisvefju frá Maður Lifandi og heyri ... suð!
Er íslenska efnahagsundrinu ógnað? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2007 | 10:25
Uppreisn D´Angleterre?
Vonandi ná þessir nýju eigiendur að endurreisa virðingu þessa fornfræga hótels. Það virðist sem fyrri eigendur hafi verið orðnir hundleiðir á rekstrinum og voru farnir að láta bæði vistarverur en þó sérstaklega þjónustu drabbast niður. Það kvað svo rammt að þessu að Leading Hotels of the World tóku D´Angleterre af sínum lista. Eins má lesa um hvernig þetta "lúxus" hótel hefur mátt muna sinn fífil fegurri á nánast öllum mögulegum ferðamannsíðum, t.d. tripadvisor.com.
En nú fer kannski eitthvað að gerast.
Höfðu einkum augastað á Hotel DAngleterre | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 10:04
Salamonsdómur?
Heh.
Svona fer fyrir þeim sem storka almættinu. Guðdómurinn grípur inn í og snýr á mammon. Eða hvað? Kannski bara fúlir Vodafonmenn sem lágu yfir snilld Símans og fundu gloppuna. Eða bæði. Hmm.
Ég veit ekki hvort er fyndnara, auglýsingin sjálf eða þetta skemmtilega klúður. Segja má að auglýsingin lifi jú enn lengur fyrir vikið - en það er ekki til að hefja upp ímynd Símans, heldur keppinautarins. Það er Salomonsdómur.
Ég verð að viðurkenna að ég er í hópi þeirra sem varð svolítið um þessa auglýsingu. Enda tepra. Mér finnst eitthvað ódýrt að nota almættið til að auglýsa vörur eða þjónustu. Samt hefði mér þótt brjálæðislega fyndið ef undir auglýsingunni hefði verið spilað lagið góða sem maður söng í sunnudagskólanum hér í den; "Símstöðin er opin og línan lögð nú er ..."
Merki Vodafone sást í Símaauglýsingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2007 | 11:56
Nú falla öll vötn til Hafnarfjarðar ...
Afbragðs úttekt á þessu undarlega máli í Morgunblaðinu. Greinin er vel unnin og ansi ítarleg. Þeir sem ekki hafa tíma ættu allavega að lesa niðurstöðukaflann.
Þvílíkt klúður.
Sturla mælti fyrir um samráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2007 | 21:22
Getur ekki verið
Sting upp á að mannabarnaúrtakið verði endurskoðað - færa sig ofar í aldursstigann. Ég er viss um að niðurstöðurnar myndu breytast.
Annars er fyrirsögnin snilld.
Rétt er að benda á að þetta er aðeins vísbending ... ekki endanlegar niðurstöður.
Vísbending um að menn séu gáfaðri en apar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2007 | 14:38
Enginn þrýstingur
Alfesca vill skrá hlutafé í evrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2007 | 00:17
Fánýtur fótbolti?
Fótbolti er nokkuð sem ég hef ekkert vit á og ennþá minni áhuga á. Ég er hins vegar kurteis og segi þess vegna til hamingju Fjölnir.
Ég bý í vesturbænum og það er þegnskylda hér að halda með KR. Ég læt það nú vera samt. Gæti samt verið að maður tæki upp á því nú svona á síðustu og verstu þar sem illa lítur út fyrir KR og ég er frekar aumingjagóð að upplagi. Mér finnst það samt ólíklegt. Það kveður svo rammt að áhugaleysi mínu um fótbolta að einn ástríðufullur fótboltadýrkandi sagði ég væri "waste of space" úr því að ég styddi ekki liðið. Það finnst mér brjálæðislega fyndið. Einhver sagði líka við mig að fótbolti vær list. Ég er reyndar listunnandi og reikna með að þetta sé þá einhver list-kimi sem ekki nær til mín.
Hins vegar er klárt mál að fótbolti skiptir máli. Ég hef lengi reynt að átta mig á því vers vegna í ósköpunum getur fótbolti skipt máli? Ég las grein í Aftonbladet um málið (http://www.aftonbladet.se/kultur/article684101.ab). Fótbolti skiptir máli vegna þess að nú er það þannig að þar sem fótbolti er eru þeir sem hafa áhrif. Þeir sem eiga peninga sitja í VIP sætum og hafa (eða þykjast hafa) áhuga á íþróttinni (en ekki bara peningunum) ásamt öðrum sem vilja hafa áhrif, t.d. pólitísk áhrif. Það sem þó mestu máli skiptir er þó kannski það að þá er þetta bara spurning um afslöppun. Maður er stöðugt undir árásum lífsgæðakapphlaupsins og sjálfsagt er nokkuð ljúft að ná andanum yfir einhverju "fánýti" eins og fótbolta. Maður getur auðvitað skellt sér í Þjóleikhúsið, það er jú list, en boltaleikur í beinni krefst minna. Og nógar eru jú kröfurnar segir greinahöfundur. Ef maður hefur mikinn áhuga á fótbolta liggur maður í leiknum - aðrir minna áhugasamir geta bara verið áhyggjulaust spenntir og glaðir, fagnað mörkum, verið brjálaðir eða glaðir eftir leikin. Allt eftir hverjum og einum. Lífið er einhvern veginn þannig að nú þegar maður hefur hvorki tíma né andlega orku til að lesa almennilega bók, ja eða bara almennilegs kynlífs er fótboltaleikur ágætis staðgengill. Ást, hatur, ástríða og spenna - allt í einum pakka beint heim í sófa. Nítíu mínútur til að lifa hér og nú. Maður getur kannski ekki beðið um meira.
Ég ætla nú samt að gera það og held mig við önnur áhugamál og listir.
Lífið er saltfiskur
Fjölnir úr 1. deild í bikarúrslitin gegn FH | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2007 | 23:32
Þú VERÐUR að sjá þetta
Þetta myndskeið er algerlega ótrúlegt ... mann setur hljóðan. Þvílík örlög.
http://wwwc.aftonbladet.se/atv2/popup.html?id=categories/Nyheter/0707/4638
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af mbl.is
Íþróttir
- Landsliðstreyjurnar til sölu í Zagreb
- Nenntu ekki að spila á móti okkur
- Verður dýrasta knattspyrnukona heims
- Amorim braut sjónvarpsskjá
- Markvörður grípur Dota-boltann
- Egyptar með heimsklassa lið
- Gat ekki staðið mig verr
- Brosmildir fyrir annan stórleik (myndir)
- Rekinn frá þýska stórliðinu
- Einn sá eftirsóttasti framlengdi