Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
27.10.2007 | 10:32
Að tefla á tæpasta ...
Þetta eru spennandi nefndir sem Guðlaugur hefur sett á fót - sér í lagi hef ég áhuga á nefndinni sem Vilhjálmur Egilsson stýrir og á að vera ráðherranum til ráðgjafar um stefnumótun Landspítalans. Það sem vekur í fljótu bragði fyrst eftirtekt að í nefndinni eru engir sem komið hafa nálægt rekstri spítalans um árabil nema Margrét Björnsdóttir sem sat í stjórnarnefnd hans.
Ég hygg að þarna ætli ráðherran að blása inn ferskum vindum. Varla hafi núverandi starfsmenn eða stjórnendur hans nokkra nýja sýn á málefni hans, reksturinn alltaf í járnum.
Þetta má sjálfsagt að einhverju leyti til sanns vegar færa, en þó held ég að á spítalanum sé gríðarlegur hugmynda- og viskubrunnur fólginn í starfsmönnum og stjórnendum. Það er því óskandi að nefndirnar nýju beri gæfu til að nýta hana og vinna í góðu samstarfi við þessa aðila. Sjálfsagt er það líka ætlunin, enda lítið gagn af stefnumótun sem starfsfólkið sem framfylgja á henni kemur ekki að eða hefur trú á.
Nýjar nefndir fjalla um málefni heilbrigðisstofnana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2007 | 15:20
Svona gerum við
Það virðist nokkuð útséð um pólitíska framtíð Vilhjálms. Hún er orðin fortíð. Nú snýst málið um að skera manninn mildilega úr snörunni og hjálpa honum á fætur með styrkri hönd.
Eina leiðin til að koma Vilhjálmi frá er að finna honum viðeigandi útleið. Hvernig sem á málið er litið hefur Vilhjálmur lengi þjónað sínum flokki og mörgu fólki, þó snautlegt sé hið pólitíska exit.
Ég held að horfa verði til heilbrigðismálaráðherra með þetta. Það má vel nýta víðtæka þekkingu Vilhjálms á málefnum eldri borgara þar á bæ.
Það væri í því fólgin virðing.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins funda með stjórnum Sjálfstæðisfélaganna á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2007 | 23:33
Neyðarlegt
Nú er þetta eiginlega bara orðið neyðarlegt. Og sorglegt.
Hvernig sem á málið er litið brást Vilhjálmur samstarfsfólki sínu og borgarbúum. Hjá þeirri niðurstöðu verður ekki komist, hvort sem hann "man ekki" eða hreinlega skrökvar.
Ég tók eftir því að Hegli spurði Vilhjálm að því hver staða hans væri sem kjörins fulltrúa eftir að tvisvar hefðu verið bornar á hann sakir um ósannsögli. Þá beitti Vilhjálmur Svandísi ser til varnar - sagði að hún hefði dregið allt til baka varðandi kaupsamningana. Það gerði hún ekki, hún sagðist einfaldlega ekki hafa kallað Vilhjálm lygara. Annað var það ekki. Síðar í þessu Kastljósviðtali sagðist Vilhjálmur þar að auki hafa séð þessa samninga, svo hanner gersamlega komin í hring í málinu.
Hver trúir svo Vilhjálmi þegar hann segist ekki hafa séð þetta skjal sem lagt var fram á fundi heima hjá honum - þegar þrír aðrir eru til frásagnar um annað.
Nú á bara einhver góðhjartaður Sjálfstæðismaður að taka manninn útaf vellinum, hann er bara að gera sjálfsmörk.
Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2007 | 17:41
23.sept eða 3.okt - Hvort var það Vilhjálmur
Mikið ofboðslega ætlar Vilhjálmur að reynast margsaga í þessu máli. Í viðtali við Morgunblaðið um helgina talar Vilhjálmur um þennan samning eins og hann hafi ekki séð hann fyrir fundinn 3. október ... en nú kemur í ljós að hann var lagður fyrir borgarstjórann 10 dögum áður!
Það er í raun best að segja satt. Það er svo skrambi erfitt að muna hverju maður laug.
Koma svo Villi, segja bara satt og hætta þessu rugli.
Borgarstjóri upplýstur um samning til 20 ára þann 23. september | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2007 | 17:37
Stubbaknús
Svakaleg knús hafa þetta verið undanfarna daga. Ég kemst bara nett við, eða þannig. Björn Ingi knúsar Villa, Björn Ingi knúsar Alfreð ...
En svona í alvöru ... þá er mér nú eiginlega nóg boðið af heiftarlegum árásum af Björn Inga. Ég heiti nú ekki Anna Sigrún fyrir ekki neitt og snýst auðvitað til varnar þeim sem barið er á ... sem í þessu tilfelli er Björn Ingi. Eða Spill Ingi eins og ég hef einnig heyrt hann nefndan.
Það verður að segjast að sjaldan hefur stjórnmálamaður komið fram af jafn mikilli auðmýkt og einlægni og Björn Ingi gerði á fundi Framsóknarmanna í hádeginu. Ég er nú bara svo aumingjagóð - eins og áður hefur komið fram - að ég er til í að hlusta á iðrandi menn. Og jafnvel treysta því að raunveruleg einlægni sé þar að baki ... en ekki bara ótrúlega djarft stökk snjalls ungs stjórnmálamanns sem sá óvænt tækifæri til að þvo af sér slyðruorð Halldórs-dauðalista-áranna, sem tryggja mun honum formennsku í Framsóknarflokknum á næstu misserum.
Sennilega bæði.
Stórt knús!
Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi féllust í faðma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.10.2007 | 21:09
Olé!
Brilljant.
Hver er betur til þess fallin að hafa Framsókn í gjörgæslu en einmitt Doktor Dagur. Það þarf bönd á Binga.
Til hamingju öllsömul.
Vilhjálmur verður borgarstjóri fram á þriðjudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.10.2007 | 11:07
Mr. Slick og Villi vinur hans
Merkilegt hvað hljótt er um Björn Inga í þessu máli. Framsóknarmenn í ríkisstjórn kveinkuðu sér sárt undan því að þurfa að taka hitann af óvinsælum aðgerðum ríkisstjórnarinnar meðan Sjálfstæðismenn gátu verið rólegir. Þessu virðist vera öfugt farið þegar komið er í borgarstjórn. Nú er það gamli góði Villi sem fær að finna fyrir því meðan Mr. Slick pakkar niður sundskýlunni, enda á leið í vísindaferð í sundlaugagarða á Spáni.
Þetta mál er óhæfa. Blessunarlega virðist sem sjálfstæðismenn átti sig á því, þó Vilhjálmur þurfi einhvern meiri tíma til að kveikja. Engum kemur á óvart afstaða Framsóknar, því síður Björns Inga aka Mr. Slick.
Grundvöllur fyrir höfðun dómsmáls til ógildingar eigendafundar í OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2007 | 10:07
Kraftaverk, hamingja og afmæli
Það gerðist kraftaverk í fjölskyldunni í gær. Það kom beinlínis af himnum ofan. Þetta litla kraftaverk er rétt rúmar 14 merkur og rúmir 50 cm og kúrir nú hjá mömmu sinni og pabba á Akranesi. Hamingja okkar allra er áþreifanleg. Það er til Guð.
Í morgun vaknaði stór stelpa. Filippía Þóra er 5 ára í dag og deilir afmælisdegi með kvenskörungunum Þorgerði Katrínu og Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég held ekki að það sé nein tilviljun.
Hún klappaði mér og sagði að ég væri nú aldeilis heppin að vera búin að eignast litla frænku, fyrst hún væri ekki lítil lengur.
Já, ég er heppin :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)