23.10.2008 | 10:04
Svolítið fyndið
Ég verðu nú að segja að heyra "Við munum ekki láta kúga okkur" úr munni Geirs Haarde er fyndið. Eða grátlegt, veit ekki hvort.
Þetta er maðurinn sem sætir mestu opinberri kúgun og niðurlægingu sem maður hefur lengi séð. DAO er með Geir í stuttri ól yfir Arnarhólinn.
Það er kannsi ekki alveg satt að það sé langt síðan að ég hafi séð svona kúgun. Það var raunar bara í Apríl. Þá var ég í Kína og hitti mikið af frábærum og velgefnum Kínverjum. Þeir voru margir úr stjórnkerfinu og mjög hlyntir markaðsvæðingunni og uppbygginunni sem þar er. En þegar talið barst að MAO þá var hreinlega eins og menn drægju hulu eða rúllugardínu fyrir andlitið. Þeir voru þarna og heyrðu ... og vissu - en töldu sig ekkert geta sagt eða gert. Slík var kúgunin. Þeir voru þarna fyrir framan mann og maður sá allt fyrir neðan háls ... en rúllugardínan var fyrir helstu skilnigarvitum.
Það var svoleiðis gluggabúnaður sem maður sá í Kastljósinu í gær þegar Geir var spurður um traust til Seðlabankans.
Ég tel að þarna hafi Geir skrifað flokkinn sinn út úr ríkisstjórninni og boðað til kosninga. Hann hefði betur dregið frá.
![]() |
Við munum ekki láta kúga okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.