8.10.2008 | 11:34
Ætli Björn viti af þessu ...
... sbr. þetta af heimasíðu hans frá í gær:
Af öllu því, sem sagt hefur verið hér undanfarna daga í tengslum við hamfarirnar í fjármálaheiminum, eru yfirlýsingarnar um, að Ísland hefði verið betur sett innan Evrópusambandsins eða þessi vandræði sýndu, að Ísland yrði betur sett innan sambandsins, hinar einkennilegustu. Enginn fótur er fyrir þessum yfirlýsingum, þegar litið er til þess, sem er að gerast innan ESB þessa dagana. Þar koma menn sér ekki saman um nein sameiginleg viðbrögð heldur tekur hvert ríki ákvörðun með eigin hagsmuni í huga og sætir ámæli, ef eitthvað er gert, sem getur skapa öðrum vanda, eins og Írar máttu reyna, eftir ríkisstjórn þeirra ákvað að tryggja innistæður í bönkum. Síðan hafa fleiri ESB-ríki siglt í kjölfarið, nauðug, viljug. Sannast enn vegna þessa, að enginn er annars bróðir í leik, þegar hagsmunir af þessum toga eru í húfi.
Að öllu athuguðu ættu atburðir síðustu daga að kalla á skýrari og sterkari rök frá þeim, sem vilja Ísland í ESB, frekar en látið sé á þann veg, að nýta eigi núverandi ástand til að knýja á um nýja stefnu gagnvart ESB.
Það vekur furðu hvað þessu risastóru ríki eru fljót til að bregðast við mun minna alvarlegu ástandi en því sem hér ríkir.
Vaxtalækkanir víða um heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.