7.10.2008 | 20:28
og það tók Davíð 3 sek að móðga þá
Mér var kennt að þakka fyrir mig þegar vel væri við mig gert. Jafnvel þó mig langaði í meira, væri það sjálfsögð kurteisi að þakka fallega.
Var að hugsa um þetta þegar ég sá Davíð flissa yfir því að Stoltenberg tilkynnti um rausnarlegt lán til okkar. Fannst þetta greinilega lítið og hallærislegt, allt annað lánið sem hann er sjálfur að græja frá Rússlandi ... ef það tekst fyrir brussuganginum. Við getum reyndar bundið vonir við að Rússar eru vanir að hantera bosmamiklar babúskur og hafa sjálfsagt þolinmæði fyrir ýmsu.
"krossa fingur"
Norðmenn fylgjast grannt með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
gat ekki betur heyrt en að Davíð hafi komið þessu mjög vel frá sér - loksins einhver sem skírði þessi mál ágætlega út
Jón Snæbjörnsson, 7.10.2008 kl. 20:47
Ég er sammála Jóni. Loksins einhver sem skýrði út áætlunina sem unnið er eftir og hvernig hún er útfærð.
ps. Sigmar talaði um nýtt lán en það er nú bara Stoltenberg að minnast á samninginn sem Seðlbankinn gerði sjálfur í vor. Semsagt ekkert sem Davíð veit ekki allt um. Afar lélegt hjá RÚV að koma vitleysu í eyrun á Sigmari sem svo spyr Davíð útí eitthvað sem ekkert er.
Baldur Már Bragason, 7.10.2008 kl. 20:53
Ég veit ekki með ykkur drengir mínir, en í mínum huga er aðgangur að 500 milljón evruláni svolítið meira en eitthvað sem "ekkert er". Það er a.m.k. í hendi, en samningurinn sem Davíð var að reyna að skúbba á þennan brussulega hátt í morgun (sjálfsagt til að koma IMF í burtu) er ekki í höfn. En vonandi á Davíð betra samband við vinina í austri. Þeir í vestrinu virðast hafa yfirgefið hann.
Anna Sigrún Baldursdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:04
Ég veit ekki með ykkur drengir mínir, en í mínum huga er aðgangur að 500 milljón evruláni svolítið meira en eitthvað sem "ekkert er". Það er a.m.k. í hendi, en samningurinn sem Davíð var að reyna að skúbba á þennan brussulega hátt í morgun (sjálfsagt til að koma IMF í burtu) er ekki í höfn. En vonandi á Davíð betra samband við vinina í austri. Þeir í vestrinu virðast hafa yfirgefið hann.
Anna Sigrún Baldursdóttir, 7.10.2008 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.