29.8.2008 | 14:56
Nýr yfirmaður
Það er óhætt að segja margra mánaða óvissu og spennu hafi verið aflétt með tilkynningu ráðherra á vali nýs forstjóra hjá okkur Landspítala-fólki. Hér hefur mikið verið skrafað og skeggrætt um embættið síðan Magnús Pétursson var látinn taka hatt sinn og staf.
Satt að segja var maður nú orðin vel óþreyjufullur eftir að heyra niðurstöðu ráðherra, enda átti forstjórinn að hefja störf 1. september. Nú var val Huldu sumsé kynnt starfsmönnum hér í Fossvoginum kl. 12 og það var ánægjulegt að starfsmenn voru fyrstir til að fá fréttirnar staðfestar. Huldu var mjög vel tekið, vægast sagt, langt og mikið lófatak sem vonandi er upptaktur að góðu samstarfi forstjóra, starfsfólks og ráðherra.
Það veitir ekki af.
Nýr forstjóri LSH til starfa 10. október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.