15.10.2007 | 17:41
23.sept eða 3.okt - Hvort var það Vilhjálmur
Mikið ofboðslega ætlar Vilhjálmur að reynast margsaga í þessu máli. Í viðtali við Morgunblaðið um helgina talar Vilhjálmur um þennan samning eins og hann hafi ekki séð hann fyrir fundinn 3. október ... en nú kemur í ljós að hann var lagður fyrir borgarstjórann 10 dögum áður!
Það er í raun best að segja satt. Það er svo skrambi erfitt að muna hverju maður laug.
Koma svo Villi, segja bara satt og hætta þessu rugli.
![]() |
Borgarstjóri upplýstur um samning til 20 ára þann 23. september |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætli ég sé sá eini sem núna er orðlaus?
Árni Gunnarsson, 15.10.2007 kl. 17:48
Nei Árni þú ert ekki einn um að vera orðlaus. Er hægt að vera svona margsaga svona oft á svona stuttum tíma?
Held að við ættum að vera guðs lifandi fegin að Björn Ingi kom sér út úr þessu meirihlutasamstarfi.
Ætli Villi kannist í dag við það að hafa verið í meirihlutasamstarfi með Framsókn síðustu 16 mánuði? Væri gaman að einhver mundi spurja hann að því, ekki viss um að hann kannist við það... hehe
Góðar stundir
Björgmundur (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.