23.8.2007 | 09:59
Hvað myndi Sturla gera
ef svona slagsmál brytust út í þingsalnum við Austurvöll?
Menn hafa nú haldið sig við orðræðu í stað slagsmála, þó stappað hafi nærri þegar Guðjón Arnar rakst eitthvað utan í Sigurð Kára í fyrra. Á Íslandi hafa menn bara slegist vel og rækilega fyrir utan þingsali. Ég á einmitt einhverstaðar skemmtilega frétt frá 1930 þar sem slagsmálum við þinghúsið er lýst í Alþýðublaðinu, þar sem blaðamanni skrifast svo að "verkmennirnir hafi veitt íhaldsdrengjunum mátulega ráðningu". Þarf að grafa þetta upp.
Slagsmál á þingi Bólivíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.