Leita í fréttum mbl.is

Í kirkjugarðinum

Ég átti erindi í kirkjugarðinn í Fossvogi. Þetta er friðsæll reitur og gott að syrgja þar.

Í sumar hafa greinilega verið áberandi natnir umsjónarmenn. Öll leiði voru óvenju vel hirt af hálfu rekstraraðilanna, leiðissteinar hreinsaðir og beð löguð. Þetta ber að þakka.

Það var reyndar svolitið skrítið að þarna í friðsældinni voru á vappi nokkur ungmenni í því sem mér virtist vera ratleikur eða eitthvað slíkt. Voru að leita að leiðum frá einhverjum ákveðnum tíma. Þetta var greinilega gaman en köll og hróp krakkanna fóru ekki vel með líkfylgd og greftrun sem þarna var á sama tíma.

Allt hefur sinn tíma. Það er tími til að gleðjast en líka til að syrgja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband