21.8.2007 | 11:44
Í kirkjugarðinum
Ég átti erindi í kirkjugarðinn í Fossvogi. Þetta er friðsæll reitur og gott að syrgja þar.
Í sumar hafa greinilega verið áberandi natnir umsjónarmenn. Öll leiði voru óvenju vel hirt af hálfu rekstraraðilanna, leiðissteinar hreinsaðir og beð löguð. Þetta ber að þakka.
Það var reyndar svolitið skrítið að þarna í friðsældinni voru á vappi nokkur ungmenni í því sem mér virtist vera ratleikur eða eitthvað slíkt. Voru að leita að leiðum frá einhverjum ákveðnum tíma. Þetta var greinilega gaman en köll og hróp krakkanna fóru ekki vel með líkfylgd og greftrun sem þarna var á sama tíma.
Allt hefur sinn tíma. Það er tími til að gleðjast en líka til að syrgja.
Af mbl.is
Innlent
- Hópur fólks reyndi að komast að eldgosinu
- Nyrstu hrauntungurnar dreifa úr sér
- Dró upp skæri og hótaði íbúum
- Teknir við akstur undir áhrifum
- Hraun kemur úr þremur gígum: Virknin stöðug
- Að mestu bjart sunnan- og vestantil
- Nýtt fangelsi í landi Stóra-Hrauns tilbúið 2028
- Sólveig Anna furðar sig á aðferðum kennara
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.