Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Fljúgðu

20. ágúst og hugurinn reikar. Fljúgðu - ég sé þig síðar.

Aldeilis ljómandi

Við erum auðvitað stödd í Hólminum.  Ég blogga því frá Fiskeskuretange í dag. Hér er mikil hátíðarstemming - margmenni en allt í góðum gír. Dejligt!

Næturbrölt á mér

Ég heyrði í þyrlunni taka af stað í nótt. Hljóðbært hér í vesturbænum. Hafandi unnið á gjörgæslu þá fæ ég alltaf smá sting í magan þegar ég heyri í þyrlu. Sem betur fer mun konan ekki mikið slösuð skv. fréttum útvarps og enn er maður minntur mikilvægi...

Friðurinn úti

Þá er sælutíð í Flatey lokið þetta árið. Að vanda vorum við mæðgur lengi í eyjunni og gerðum ekkert nema njóta lífsins. Auður vinkona mín kom við hjá okkur með alla sína drengi og þau spurðu hvað við gerðum eiginlega í Flatey. Ég gat nú ekki alveg svarað...

Þrifaferð í kaupstað

Nú um stundir dvelst kvenleggur fjölskyldunnar í Flatey. Þvílík dýrðarinnar sæla og hamingja! Veðrið hefur leikið við okkur en þó hefur okkur af harðfylgi tekist að mála glæsilegan kofa dætranna, setja þakefni og síðast í gær var haldið á brennuna og...

Til fyrirmyndar

Gott að heyra þetta frá bjargveiðimönnum í Eyjum. Ætisskortur virðist vera vandi víðar og vona ég að veiðimenn og þó sérstaklega blóðsportsveiðimenn  sem sækja í Breiðafjarðareyjar taki sér þetta til fyrirmyndar.

Æi nei!

Mikið skelfilega eiga sumir í miklum erfiðleikum með sjálfa sig! Ég vona svo sannarlega að hægt sé að leiðbeina gerendunum í þessu máli, þeir hljóti viðeigandi refsingu og átti sig gjörðum sínum. Mikið er ég líka fegin að það var ekki ég sem aldi þessa...

Manneklan er mýta!

Ég held ég sé búin að leysa mannekluvandann á Landpítala-Háskólasjúkrahúsi. Eða þannig. Allavega er ég með nýjan vinkil á málið. Þessi tími árs er reyndar þannig að umræðan um manneklu á heilbrigðisstofnunum er hávær. Eðlilega. Miðað við hvað heyrst...

Ungabrenna í Flatey!

Þeir sem Flatey á Breiðafirði þekkja og sækja heim vita að þar stendur tíminn kyrr, róin og dýrðin er alger. Það varð svolítil tímabundin breyting þar á um síðustu helgi. Ég er sannfærð um að meiri hasar hefur ekki verið þar síðan rottan kom í eynna...

"Konur í okkar fjölskyldu eru ekkert fyrir húsverk"

... sagði hún nafna mín og amma heitin fyrir nokkrum árum. Mikið sver ég mig nú í ættina! Amma var reyndar þeirrar gerðar að þó hún væri nú kannski ekki að fíla húsverk í botn þá var hún alltaf að. Sérstaklega að láta fólk borða. Hún vissi alveg þetta...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband