30.10.2008 | 20:56
Þessi könnun er mögnuð
VG stærri en Sjálfstæðisflokkurinn ... Það er alveg rosalegt, flokkurinn hlýtur að verða að taka á þessu, þó Geir hafi áhyggjur af örum tölum. Það er auðvitað þvaður, formaðurinn Á að hafa áhyggjur af þessum tölum.
Í raun er fátt í vegi fyrir því að Heimastjórnarflokkurinn geti nú gert kúpp og kippt VG uppí. Nema hvað það væri auðvitað glapræði fyrir VG, þeir myndu einfaldlega sogast með Sjálfstæðisflokknum niður í hyldýpið. Steingrímur þarf bara að sitja á sér núna og hann munn leiða flokk sinn til stórsigurs í næstu kosningum. VG verður í næstu ríkisstjórn, það er bara spurning um hver fær að vera memm.
Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til hamingju VG! (fyrrv. sjalli)
Guðmundur Ásgeirsson, 30.10.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.