20.10.2008 | 12:50
Hafa fleiri en ég tekið eftir því ...
... að allar fréttir (nánast) sem af þessu máli er að hafa, koma frá erlendum fjölmiðlum?
Annað hvort eru raðirnar í ríkisstjórninni og ráðgjöfum þeirra þéttari en sumir reyna að segja okkur eða að fjölmiðlar hér séu ekki nógu naskir.
Er hugsanlegt að fjölmiðlar hér séu uppteknari af smámálum, eins og t.d. blæbrigðamun í málflutningi ráðamanna? Það er auðvitað auðveldara að fjalla um slíkt, þar eru menn á heimavelli.
Það er kannski ósanngjarnt að segja þetta og ég bið vini mína í fjölmiðlastétt afsökunar ef þetta er rangt. En mér finnst þetta óneitanlega merkilegt.
En ef fréttin er rétt þá fagna ég því að málið sé komið á alvöru rekspöl.
P.s. Haldið ykkur fast. Davíð mun ekki fagna þessu. Það verða einhverjar eiturgusur úr Svörtuloftum næstu daga.
Óska eftir 6 milljörðum dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.