4.10.2008 | 22:26
Sá á lykt sem fyrst finnur ...
Vertu ekki að þessu tuði Davíð.
Þetta var smjörklípa hjá þér - tvöföld meira að segaj. Annars vegar övæntingarfull tilraun til að kasta ryki (enn einu sinni) í augu fólks (og tókst að nokkru leyti) til að litið yrði fram hjá forugri slóðinni í Seðlabankanum. Hins vegar reynir hann að gefa til kynna að einhver (væntanlega) ráðherra hafi lekið þessu. En það hittir Flokkinn illa fyrir, því enda þótt vafalítið hafi Davíð þarna reynt að reka enn einn fleyginn í ríkisstjórnarsamstarfið með því að dylgja svona, og hollir flokksmenn horfi þá til Samfó sem lekans, þá lemur hann enn á Geir með því að ýja að því að Geir hafi nú ekki sömu tökin á ríkisstjórninni og hann sjálfur, ónei.
Ég hef skömm á þessum manni. Ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum.
Davíð: Trúnaðarbrestur kom á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af mbl.is
Erlent
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
- Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.