29.8.2008 | 19:14
Kjánlegur útvarpsmaður
Ég hlustaði áðan á Kristínu Sigurðardóttur útvarpsmann á RÚV taka viðtal við nýjan forstjóra Landspítala - Huldu Gunnlaugsdóttur.
Áherslur fréttamannsins voru sérstakar. Hér kemur öflugur stjórnandi að erfiðu verkefni og það sem frettamanninum dettur helst í hug að ræða er annars vegar grunnmenntun forstjórans og hins vegar einkavæðing. Hvorugt er áhugavert á þessum tímapunkti.
Auk þess að vera ber að öðrum eins hallærisgangi og ætla að grunnmenntun Huldu sé henni á einhvern hátt fjötur um fót vissi fréttamaðurinn augljóslega lítið um spítalann. Hún spurði t.d. hvort ekki væri sérstakt að hjúkrunarfræðingur tæki við forstjórastarfinu þegar læknar hefðu gengt því að undanförnu. Fyrir utan kjánahrollinn sem svona spurning hlýtur að valda manni, hefði Kristín átt að vita að síðasti forstjóri Landspítala (í 9 ár) var Magnús Pétursson hagfræðingur. Magnús stýrði spítalanum allt frá sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur (sem Jóhannes Pálmason lögfræðingur var forstjóri fyrir) og Landspítala (sem Vigdís Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur stýrði). Þetta má bara googla.
Einkavæðing er vafalaust nýjum forstjóra fjarri í huga þó hugsanlega komi það einhverntíma upp á borð. Starfsmenn spítalans og aðrir sem eitthvað hafa af stofnuninni að segja hefðu vaflaust haft meiri áhuga á hvort nýr forstjóri stefndi á einhverjar meiriháttar breytingar eða hverjar áherslur hennar verða.
Af mbl.is
Erlent
- Ungverjar draga aðildina til baka
- Tala látinna í Mjanmar komin yfir þrjú þúsund
- Enginn vinnur í viðskiptastríði
- Mikið áfall fyrir hagkerfi heimsins
- Amazon gerir tilboð í TikTok: Bann yfirvofandi
- Tollastríð myndi veikja ríkið í vestri
- Tollar Trumps: Sjáðu listann
- Hlutabréfaverð í Teslu á uppleið eftir dýfu
- Úrslitin högg fyrir Trump
- Risastór vettvangur fyrir barnaníðsefni leystur upp
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.