21.5.2008 | 11:56
Sjálfumgleði Magnúsar Þórs
Nú er ég svo sem á því að menn eigi að viðurkenna eigið ágæti fyrir sjálfum sér, svona til að forðast minnimáttarkennd. Hinn endinn á þeim skala er hins vegar eiginlega verri - þ.e. fullvissan um eigið ágæti og óbrigðugleika sem einfaldlega heitir sjálfumgleði.
Magnús birtir á heimasíðusinni http://magnusthor.eyjan.is/ skemmtilegan bút úr snilldarmyndinni "Life of Brian". Einhvern veginn hefur hann náð (með fulltyngi sjálfumgleðinnar) að komast að þeirri niðurstöðu að þar sé holdgervingur Samfylkingarinnar í formi æðstaprestsins, sem níðist á boðbera sannleikans. Það fer þó þannig að æðsti presturinn sem dæmir boðberann til steiningar fær stærsta steininn í hausinn.
Niðurstaða Magnúsar er þá væntanlega sú að að þarna sé sömuleiðs holdgervingur hans kominn, þ.e. boðberi sannleikans og réttlætis. Það skortir ekkert á sjálfsálitið þar á bæ. Enda stutt þessari líka frábæru greinagerð http://www.skessuhorn.is/default.asp?sid_id=21464&tid=2&fre_id=71926&meira=1&Tre_Rod=001|011|&qsr sem meðreiðarsveinar frelsarans þreytast seint á að hylla - reyndar frelsarinn sjálfur einna mest. Rökstuðningur verður ekki rökstuðningur þó maður kalli einhver skrif það. Eins mikinn og Magnús fer um sveitir lands, hvort sem er á útvarps-, sjónvarps- eða netbylgjum fer minna fyrir svörum hans við staðreyndum, sbr. http://adaltutturnar.blogspot.com/2008/05/flttamenn.html
Nei, eitthvað skortir nú á viðbrögð við svona lögðuðu, en það er nú kannski ekki hægt ætla frelsaranum að komast yfir allt, svikabrigsl og offors taka á, tala nú ekki um þegar maður þarf líka að stunda tilbeiðslu á sjálfum sér þess á milli.
Horfast í augu við dauðann í Al Waleed | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af mbl.is
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.