18.2.2008 | 08:30
og ekki einu sinni "skammist ykkar"
Mikið er nú gott að vera ekki í ríkisstjórn. Ekki misskilja mig, ég er afar ánægð með ríkisstjórnina. En ég vildi ekki vera í henni. Það virðist nokkurn vegin vera sama hvert útspil hennar er, alltaf skal mannskapurinn skammast. Þegar ríkisstjórnin brást við niðurskurði í aflaheimildum með margra milljarðra inngjöf víða um landið var það annað hvort of lítið eða vitlausar áherslur en helst bæði. Núna kemur 20 milljarða útspil (sem btw eru skattpeningarnir okkar) í tengslum við kjarasamninga. Ég ætla nú svo sem ekki að biðja menn að falla fram í lotningu yfir því, en meðan aðilar á vinnumarkaði eru lofaðir í hástert segir enginn svo mikið sem "skammist ykkar" við ríkisstjórnina.
Mér finnast þessir samningar skrambi góðir - og það er öllum aðilum þeirra að þakka.
20 milljarðar í aðgerðirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.