6.2.2008 | 08:32
Hilary á flugi
Yes!
Ég verð sumsé kátust ef Hilary vinnur forvalið. Mér sýnast þau Barack (af hverju er eftirnafn Obama notað en ekki Clinton?) bæði vera spennandi kostur og þá ekki einungis fyrir að vera demókratar sem mér auðvitað hugnast snöggtum betur en repúblikanar, heldur er auðvitað alveg frábært að þau eru bæði fulltrúar nýrra tíma. Það er sumsé ekki lengur mikilvægast fyrir forseta Bandaríkjanna að vera hvítur miðaldra karlmaður. Þetta skiptir heilmiklu máli, ekki nokkur spurning. Fyrir mig, þó ég sé nú bara húsmóðir í vesturbænum, skiptir auðvitað mestu máli fyrir hvað framboð þeirra standa. Að því gefnu að þau séu bæði frábærlega frambærileg (þetta þarf maður að taka fram af því að maður er á Íslandi) getur maður myndað sér afstöðu á grunni þess sem aðskilur þau. Og af því að ég get betur samsamað mig Hilary, þá lýsi ég algerlega óforskammað yfir stuðningi mínum við hana. Af því að hún er kona.
Nananabúbú.
Það má þó velta fyrir sér áhrifum þess ef Hilary verður frambjóðandi Demókrata. Repúblikanarnir eru auðvitað í góðri æfingu við að berja á henni, enda gert það frá því að bóndi hennar var forseti. Þeir þurfa bara að dusta rykið af fallbyssunum. Hins vegar er Barack ungur og svona frekar óflekaður pólitískt. Þeir hafa sennilega lítið á hann. Þó reiknar maður með að þeir nái að grafa eitthvað upp, það er eitthvað lík í einhverjum skáp hjá öllum. Ég myndi allavega treysta mér til að finna eitthvað óhreint á hvern sem er, fengi ég drjúga sjóði til að spila úr. Þá er maður eiginlega komin aftur að Hilary - hún er þrælvön að taka við ágjöf og verður varla í erfiðleikum með það núna.
Svo áfram Hilary!
![]() |
Clinton vann sæta sigra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af mbl.is
Innlent
- Myndir: Sjaldgæfir fuglar í íslenskri náttúru
- Snorri bregst við nýju svari ráðherra
- Bæjarfulltrúar fóru 400 metra í hjólastól
- Vonar að hægt verð að taka upp þráðinn aftur
- Vill auka ferðaþjónustu í Kópavogi
- Í fangelsi fyrir stuld úr verslun á Glerártorgi
- Hafa áhyggjur af loftgæðum í enn einum leikskóla
- Vita ekkert hvaðan mengunin kemur
- Blindrafélagið hafnar sameiningu
- 188 reka eigin stöð án sérstaks leyfis
Erlent
- Beinafundur leiðir til ákæru
- Jimmy Kimmel tekinn af dagskrá
- Vandræðalegur gestur í Windsor
- 3.000 ára gullarmband horfið
- Þrír lögreglumenn skotnir til bana
- Trump hélt sig við handritið
- Flóttafólki brigslað um fjölkynngi
- Börn fundu alprasólamtöflur
- Karl skálaði fyrir Trump
- Samskipti við frostmark: Gríðarleg vonbrigði
Fólk
- Afturhvarf til draumkenndra æskuhugmynda
- Nær óþekkjanleg á nýrri mynd
- Á von á fjórða barninu á sjö árum
- Andrés prins og Sara Ferguson saman við útför Katrínar
- Skilin þremur árum eftir framhjáhaldshneykslið
- Þrefaldur Íslandsfrumflutningur
- 12 barna faðir opnar sig
- Saoirse Ronan orðin móðir
- Kalla eftir upplýsingum um verk eftir Ísleif
- Redford: Fimm af þeim vinsælustu
Viðskipti
- Kerecis sækir á nýja markaði
- Um 1.800 milljarðar í innlánum
- Taka lán fyrir lagningu jarðstrengs milli Akureyrar og Dalvíkur
- Einfalda flókin tækniumhverfi
- Ríkisstjórnin þarf einfaldlega að gera betur
- indó lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað
- Tækifærin fyrir hendi en virkja þarf kraftinn
- Nánast stjórnlaus skuldaaukning
- Edda Hermannsdóttir nýr forstjóri Lyfja og heilsu
- Stöðugleiki á fasteignamarkaði treystir velferð
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.