4.2.2008 | 09:18
Morð á Hótel Búðum
Við hjónakornin fórum á hótel Búðir um helgina á morðgátu. Þessu mæli ég með gott fólk! Við vorum (að vanda) sein á svæðið. Að ganga inn í matsalinn fyrra kvöldið var frábært. Allra augu á manni. "Eru þetta morðingjarnir" skein úr augum allra. Stemmingin sem skapast er mjög skondin. Maður verður að tala við sem flesta til að geta leyst gátuna. Fólk er ekki allt það sem það er séð. Maður veit ekki hvort þessi eða hinn er í "karakter" eða bara eins og hann á að sér að vera. Helgin líður svo við það að maður grunar alla í kringum sig um græsku, en á laugardagskvöldið við hátíðarkvöldverð leysist úr málinu.
Ekki höfðum við lausnina að þessu sinni. Hins vegar er frábær árangur að aðstoðarmanni viðskiptaráðherra tókst að skrifa sig inn í plottið hjá mörgum og var grunaður um aðild að morðinu. Sem hann auðvitað var alveg blásaklaus af, bara einn af þátttakendum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.