Leita í fréttum mbl.is

Já fínt, já bless

Fórnarlambshlutverkið fer Birni Inga afar illa.  Svona fyrir utanaðkomandi er málið tiltölulega einfalt. Mamma hans Forrest Gump sagði að lífið væri eins og konfektkassi; maður vissi aldrei hvað maður fengi. Björn Ingi reif hins vegar upp kassann, hljóp með hann út í horn og passaði að enginn kæmist í hann meðan hann tróð í sig bestu bitunum. Nú liggja bara sælgætisbréfin eins og hráviði útum allt og Bingi ætlar ekki einu sinni að þrífa eftir sig.

Björn Ingi hefur aldrei verið í stjórnarandstöðu. Hann datt inn í pólitík fyrir 6 árum þegar Framsókn var í ríkisstjórn, þröngvaði sér í borgarstjórnarmeirihluta og hrökklast nú þaðan sama dag og hann hefði hafið sinn fyrsta dag í stjórnarandstöðu. Svakalegt úthald það. 

Það sem er svo mest spennandi er að sjá hvar maðurinn dúkkar upp næst. Hann er eins og kötturinn, sem lendir alltaf á fótunum.


mbl.is Björn Ingi hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

blessuð.....vissi ekki að þú bloggaðir mín kæra...rakst á nafnið þitt við moggalesturinn, fylgist með þér héðan í frá.....kveðja Tóta ljóta

Þórný Baldursdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband