21.1.2008 | 20:48
Afar VEIKUR meirihluti
Fráfarandi meirihluti er veikur en þessi er mun veikari. Merkilegt að menn sjái það ekki. Var að horfa á Kastljósið og þar fullyrti m.a.s. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir það. Vissulega eru báðir meirilhlutarnir veikir, en í þeim síðari erum við að tala um afar veika stjórnendur - annars vegar Ólaf sem ekkert hefur á bak við sína stöðu og hins vegar Vilhjálm sem enn er veiklaður eftir aðförina í haust. Dagur er klárlega öflugri stjórnandi en þeir báðir til samans og ríflega það, auk þess sem hann er með öflugan flokk á bak við sig.
Eins skil ég ekki hvaða hluta orðsins "NEI" skilja ekki fréttamenn á RÚV - Margrét var afar skýr með að hún styður ekki þennan meirihluta en allt Kastljósið töluðu menn um að afstaða hennar væri óljós. Nei þýðir Nei. Halló!
Ólafur og Vilhjálmur stýra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.