Leita í fréttum mbl.is

Fjandakornið ...

Mér er verulega brugðið við svona fréttir. Það er auðvitað algjört "understatement" að segja að þetta sé óviðunandi. Ýmsar stéttir mæta hverskonar hættum og vanda í sínum störfum en sennilega eru lögreglumenn útsettastir fyrir óþverra af þessu tagi.

Mér sýnist að undanförnu hafi verið nokkuð margar fréttir sem lýsa ofbeldi gagnvart lögreglu og reyndar almennum borgurum líka. Hvað veldur? Við höfum alltaf átt okkar vitleysinga sem vað uppi blindaðir af ranghugmyndum um eigið ágæti en svei mér þá ef þetta hefur ekki aukist. Er ástæðan sú að þetta eru fleiri einstaklingar? Eða betri fréttaflutningur? Eða getur verið að lögreglan ráði síður við þessa vitleysinga nú? Kannski segir það til sín að fjöldi óreyndra lögreglumanna er of mikill og þeir síður í stakk búnir til að tala menn niður úr æsingsástandi og lenda frekar í átökum. Það á nú sennilega ekki við í þessu tilviki, enda af fréttum að dæma að hér hafi verið óeinkennisklæddir menn á ferð að glíma við fólk sem sjálfsagt var í annarlegu ástandi.

En kannski menn ættu ekki eingöngu að horfa í fjölda/fæð lögreglumanna heldur hæfni þeirra og reynslu miklu frekar. Það gildir sjálfsagt hér eins og víðar, það er ekki magnið heldur gæðin.


mbl.is Árás á lögreglu óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Hef nú eftir nokkuð öruggum heimildum að þarna hafi verið um hóp Litháa að ræða sem hafi verið að hefna einhverrar annarrar handtöku þeirra manna. 

Það er nefnilega þannig að Litháar, sem á annað borð eru öfugumegin við lögin, bera mun minni (ef einhverja) virðingu fyrir lögreglunni hér en íslenskir misyndismenn. Þessum mönnum finnst ekkert tiltökumál að berja löggu eða tvær.

Ívar Jón Arnarson, 11.1.2008 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband