3.1.2008 | 12:37
hmmm ...
... þar fór nú mesti glansinn af niurfellingu komugjalda vegna barna. Það er svona sem á mæta þeirri niðurfellingu.
Ég er reyndar þeirrar skoðunar að einhver minniháttar greiðsla sé eðlileg fyrir þjónustu af þessu tagi en fylgjandi því að börn séu undanþegin öllum gjöldum vegna heilbrigðisþjónustu. Mér brá samt svolítið í gær þegar ég þurfti að leita á læknavakt heilsugæslunnar á Seltjarnarnesi og mátti borga fyrir það 2250 kr. en hafði þurft að fara þar svipaðra erindagjörða í síðustu viku (heilsufarið eitthvað dapurt þessa dagana) og borgaði þá 1750 kr. Þetta er um 30% hækkun, enda var þessum ágætu móttökudömum á heilsugæslunni nokkuð brugðið. Ég vil samt bæta því við að ég fékk afbragðs þjónustu.
Ég ætla nú ekki að lýsa mig andvíga þessum hækkunum en ég held að ekki ætti að seilast lengra í þessa átt.
Hækkunin daprar fréttir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.