14.12.2007 | 10:05
Að lifa fyrir vinnuna
Leitt að vita af þessu óhappi Magnúsar.
En forstjórinn verður sennilega seint sakaður um að vita ekki hvað fer fram á stofnuninni hans.
Miðað við fjárhagsstöðu spítalans getur maður ímyndað sér erindi forstjórans til ráðherra svo það er gráglettinn tilviljun að þetta óhapp verði fyrir utan ráðuneytið. Nauðsyn góðrar bráðaþjónustu ætti að vera ráðherranum augljós!
Ég óska forstjóranum auðvitað skjóts bata og vona að ekki hafi hann farið fýluferð í ráðuneytið í ofanálag!
Spítalaforstjóri aftur með brotinn fót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.