27.10.2007 | 10:32
Að tefla á tæpasta ...
Þetta eru spennandi nefndir sem Guðlaugur hefur sett á fót - sér í lagi hef ég áhuga á nefndinni sem Vilhjálmur Egilsson stýrir og á að vera ráðherranum til ráðgjafar um stefnumótun Landspítalans. Það sem vekur í fljótu bragði fyrst eftirtekt að í nefndinni eru engir sem komið hafa nálægt rekstri spítalans um árabil nema Margrét Björnsdóttir sem sat í stjórnarnefnd hans.
Ég hygg að þarna ætli ráðherran að blása inn ferskum vindum. Varla hafi núverandi starfsmenn eða stjórnendur hans nokkra nýja sýn á málefni hans, reksturinn alltaf í járnum.
Þetta má sjálfsagt að einhverju leyti til sanns vegar færa, en þó held ég að á spítalanum sé gríðarlegur hugmynda- og viskubrunnur fólginn í starfsmönnum og stjórnendum. Það er því óskandi að nefndirnar nýju beri gæfu til að nýta hana og vinna í góðu samstarfi við þessa aðila. Sjálfsagt er það líka ætlunin, enda lítið gagn af stefnumótun sem starfsfólkið sem framfylgja á henni kemur ekki að eða hefur trú á.
Nýjar nefndir fjalla um málefni heilbrigðisstofnana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.