17.10.2007 | 15:20
Svona gerum við
Það virðist nokkuð útséð um pólitíska framtíð Vilhjálms. Hún er orðin fortíð. Nú snýst málið um að skera manninn mildilega úr snörunni og hjálpa honum á fætur með styrkri hönd.
Eina leiðin til að koma Vilhjálmi frá er að finna honum viðeigandi útleið. Hvernig sem á málið er litið hefur Vilhjálmur lengi þjónað sínum flokki og mörgu fólki, þó snautlegt sé hið pólitíska exit.
Ég held að horfa verði til heilbrigðismálaráðherra með þetta. Það má vel nýta víðtæka þekkingu Vilhjálms á málefnum eldri borgara þar á bæ.
Það væri í því fólgin virðing.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins funda með stjórnum Sjálfstæðisfélaganna á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.