Leita í fréttum mbl.is

Neyðarlegt

Nú er þetta eiginlega bara orðið neyðarlegt. Og sorglegt.

Hvernig sem á málið er litið brást Vilhjálmur samstarfsfólki sínu og borgarbúum. Hjá þeirri niðurstöðu verður ekki komist, hvort sem hann "man ekki" eða hreinlega skrökvar.

Ég tók eftir því að Hegli spurði Vilhjálm að því hver staða hans væri sem kjörins fulltrúa eftir að tvisvar hefðu verið bornar á hann sakir um ósannsögli. Þá beitti Vilhjálmur Svandísi ser til varnar - sagði að hún hefði dregið allt til baka varðandi kaupsamningana. Það gerði hún ekki, hún sagðist einfaldlega ekki hafa kallað Vilhjálm lygara. Annað var það ekki. Síðar í þessu Kastljósviðtali sagðist Vilhjálmur þar að auki hafa séð þessa samninga, svo hanner gersamlega komin í hring í málinu.

Hver trúir svo Vilhjálmi þegar hann segist ekki hafa séð þetta skjal sem lagt var fram á fundi heima hjá honum - þegar þrír aðrir eru til frásagnar um annað.

Nú á bara einhver góðhjartaður Sjálfstæðismaður að taka manninn útaf vellinum, hann er bara að gera sjálfsmörk.


mbl.is Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna Sigrún Baldursdóttir
Anna er alvöru húsmóðir í vesturbænum og því til staðfestingar kaupir hún reglulega Martha Stewart Living

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband