28.9.2007 | 12:17
Manneklan er mýta!
Má til með að endurbirta þennan pistil í tilefni umræðunnar.
Ég held ég sé búin að leysa mannekluvandann á Landpítala-Háskólasjúkrahúsi. Eða þannig. Allavega er ég með nýjan vinkil á málið.Þessi tími árs er reyndar þannig að umræðan um manneklu á heilbrigðisstofnunum er hávær. Eðlilega. Miðað við hvað heyrst hefur og reyndar líka það sem rannsakað hefur verið snýst vandinn ekki endilega um laun heilbrigðisstétta. Vinnuálagið er númer eitt, vinnuaðstæður númer tvö (þetta tvennt helst reyndar fast í hendur í hjúkrun) og launin koma svo þar á eftir eða janfvel síðar á listanum. Lausnin fyrir LSH er því ekki að hækka laun hjúkrunarfræðinga heldur fjölga þeim. Reyndar væri sterkur leikur að hækka launin líka, svona til að halda þeim sem enn eru í starfi og lokka til baka nýja. Mín tillaga er því þessi: fjölgum stöðugildum hjúkrunarfræðinga um 100 og hækkum laun þeirra allra um 10%.Ég sé fyrir mér að einhver hafi fengið nett flog við þetta og spurji "hvar á að fást peningur í þetta"!!!!! Sá hinn sami getur róað sig, ég held þetta kosti nú ekki svo mikið. 100 milljónir eða svo. "getur ekki verið" æpir hann. Jú víst.Samkvæmt Félagi Íslenskra Hjúkrunarfræðinga eru meðallaun hjúkrunarfræðinga ríflega 450 þúsund á mánuði. Þá erum við að tala um heildarlaun allra, vaktaálag, yfirvinnu og svo framvegis. Þar sem hlutfall yfirmanna er minna á LSH drögum við 10% frá. Þá er launakostnaður LSH (með launatengdum gjöldum) ríflega 6,5 milljarðar. Bætum 100 stöðugildum við og það er kostnaður upp á ríflega 500 milljarða á ári. Hækkum síðan laun allra um 10% og þá er heildarlaunakostnaður LSH vegna hjúkrunarfræðinga rétt ríflega 7,6 milljarðar. "semsé, þetta kostar ekki hundrað milljónir heldur þúsund milljónir og gott betur!"Neinei.Mannekluvandinn á LSH hefur verið leystur með yfirvinnu starfsmanna. Það kostar miiikið. Segjum að hver hjúkrunarfræðingur á LSH taki 2 aukavaktir í mánuði. Hvað kostar það? ... jú ...1.000.000.000 kr!Niðurstaðan er því sú að þessi aðgerð myndi kosta hundrað milljón kall. Jebbs."ókei, hvar ætlar þú að finna þessa hjúkrunarfræðinga"Ja, það eru um 600 hjúkrunarfræðingar í landinu sem ekki starfa við hjúkrun. Margir þeirra eru þar að auki fyrrum starfsmenn LSH sem flúið hafa álag og aðstæður (og laun). Nú fjölgum við því stöðugildunum, álagið minnkar, aðstæður lagast og launin hækka.Fyrir litlar 100 milljónir.Ég hugsa að ég hringi í Árna Matt, Guðlaug Þór og Önnu Stef á morgun.
Ólíðandi mismunun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.