24.8.2007 | 19:47
Gamli góði Villi
Þetta er nú fallegt. Við hér við Ægissíðuna fáum væntanlega góða granna og Vilhjálmur er laus við ósómann úr Breiðholtinu.
Ég hugsa nú að Háspennumenn hafi haft betri þekkingu á markaðnum en borgaryfirvöld virðast hafa og hafi ekki verið rosa spenntir við opnun tilboða í lóðina.
Annað skemmtilegt í stjórnartíð gamla góða Villa er auðvitað blessaður bjórkælirinn við Austurvöll. En batnandi mönnum er best að lifa - nú er honum slétt sama blessuðum borgarstjóranum.
Það hljóta fleiri en ég vera farnir að setja spurningarmerki við stjórnunarstíl Vilhjálms.
Háspenna hagnast á lóðasölu við Starhaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já hann er ansi hvatvís í sínum stjórnunarstíl og mér finnst hann einmitt hafa verið verið að reyna að þóknast "húsmæðrum í vesturbænum" tja og kannski mjódd líka.
Björn (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 20:26
Það er svona þegar menn vita ekki hvort þeir eiga að vera borgarstjórar eða stjórnarmenn hjá SÁÁ. Ég held að Villi hafi ruglast illilega á þessum tveim störfum sínum.
Mummi Guð, 24.8.2007 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.