17.8.2007 | 09:50
Næturbrölt á mér
Ég heyrði í þyrlunni taka af stað í nótt. Hljóðbært hér í vesturbænum. Hafandi unnið á gjörgæslu þá fæ ég alltaf smá sting í magan þegar ég heyri í þyrlu. Sem betur fer mun konan ekki mikið slösuð skv. fréttum útvarps og enn er maður minntur mikilvægi góðrar þjónustu landhelgisgæslunnar og heilbrigðisstofnanna.
Annars hefur þessi stingur minnkað aðeins undanfarið eftir að maður verður meira var við upptekna bisnessmenn eða auðmenn í lystitúr á þyrlunni sinni. Það er betra að vita af þeim í loftinu en stórslösuðu fólki.
Í sumar var ég í kyrðinni í Flatey. Veðrið var dásamlegt. Einn dýrðarinnar eftirmiðdag byrjar eitthver leiðinda hávaði og það tók mig smá tíma að átta mig á að þarna væri þyrla á ferð. Var ekki TF-Orri, þ.e. Ólafur í Samskipum, mættur til að fá sér eitthvað í gogginn á Hótel Flatey. Svo flaug hann víst að búðum til að fá sér kaffi. Svona getur nú fólk verið sérviturt þegar kemur að kaffi.
Ég hugsaði nú aðeins um þetta. Af hverju fannst mér þetta ekki "viðeigandi". Er maður kannski bara öfundsjúkur plebbi?
Held ekki. Þetta minnir mig smá á hann Willy í Húsinu á sléttunni. Einu sinni var Laura (þið munið, Laura Ingalls!) að leika sér heima hjá honum og skoðaði flotta dóttið hans og sagði "nei sko, Örkin hans Nóa!". Þá varð Willy fúll og sagði "nei þetta er örkin mín!!" Smá svona Willy-fílingur í þessu TF-Orra dæmi.
Mér dettur í hug að Ólafur gæti bara skírt þyrluna upp á nýtt. Gæti heitið "Liggalá" eða "na-na-na-bu-bu"
ps. Fékk viðeigandi athugasemd frá lesanda hér að neðan. Ég bið hlutaðeigendur afsökunar ef þeim hefur mislíkað við mig það var svo sannarlega ekki meiningin. Eiginlega var tilgangurinn að benda á breytingarnar. En takk Guðni.
![]() |
Útkall hjá Landhelgisgæslunni í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af mbl.is
Innlent
- Myndir: Sjaldgæfir fuglar í íslenskri náttúru
- Snorri bregst við nýju svari ráðherra
- Bæjarfulltrúar fóru 400 metra í hjólastól
- Vonar að hægt verð að taka upp þráðinn aftur
- Vill auka ferðaþjónustu í Kópavogi
- Í fangelsi fyrir stuld úr verslun á Glerártorgi
- Hafa áhyggjur af loftgæðum í enn einum leikskóla
- Vita ekkert hvaðan mengunin kemur
- Blindrafélagið hafnar sameiningu
- 188 reka eigin stöð án sérstaks leyfis
Erlent
- Beinafundur leiðir til ákæru
- Jimmy Kimmel tekinn af dagskrá
- Vandræðalegur gestur í Windsor
- 3.000 ára gullarmband horfið
- Þrír lögreglumenn skotnir til bana
- Trump hélt sig við handritið
- Flóttafólki brigslað um fjölkynngi
- Börn fundu alprasólamtöflur
- Karl skálaði fyrir Trump
- Samskipti við frostmark: Gríðarleg vonbrigði
Fólk
- Afturhvarf til draumkenndra æskuhugmynda
- Nær óþekkjanleg á nýrri mynd
- Á von á fjórða barninu á sjö árum
- Andrés prins og Sara Ferguson saman við útför Katrínar
- Skilin þremur árum eftir framhjáhaldshneykslið
- Þrefaldur Íslandsfrumflutningur
- 12 barna faðir opnar sig
- Saoirse Ronan orðin móðir
- Kalla eftir upplýsingum um verk eftir Ísleif
- Redford: Fimm af þeim vinsælustu
Viðskipti
- Kerecis sækir á nýja markaði
- Um 1.800 milljarðar í innlánum
- Taka lán fyrir lagningu jarðstrengs milli Akureyrar og Dalvíkur
- Einfalda flókin tækniumhverfi
- Ríkisstjórnin þarf einfaldlega að gera betur
- indó lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað
- Tækifærin fyrir hendi en virkja þarf kraftinn
- Nánast stjórnlaus skuldaaukning
- Edda Hermannsdóttir nýr forstjóri Lyfja og heilsu
- Stöðugleiki á fasteignamarkaði treystir velferð
Athugasemdir
Finnst þér þetta viðeigandi? Að tengja þetta við frétt þar sem að viðkomandi kona gæti verið alvarlega slösuð núna?
Mér finnst það ekki og ég væri ekki lítið sár núna ef ég væri aðstandandi þessarar konu. Þú sem segist hafa unnið á gjörgæslu ættir að vita að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Ég vill ekkert illt með þessari athugasemd, finnst bara rétt að benda þér á þetta.
Kveðja, Guðni Þór.
Guðni Þór Björgvinsson, 17.8.2007 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.